Allar niðurstöður á einum stað!
Matís býður viðskiptavinum sínum nú upp á þjónustugátt þar sem hægt er að nálgast allar niðurstöður mælinga á einum stað. Með þjónustugátt Matís fær viðskiptavinurinn góða yfirsýn yfir allar mælingar á sýnum sem hann hefur sent til Matís.
Aðgengi að niðurstöðum er einfalt og þægilegt; notandinn sér nýjustu mælingarnar og getur síað eftir t.d. dagsetningu, tímabilum og efnisorðum. Einnig er hægt að taka út gögnin í excel skrá.

Fyrirtækjaaðgangar – allt að fimm notendur geta haft aðgang innan hvers fyrirtækis.

Næsta sýni – Í þjónustugáttinni er að finna rafrænt eyðublað til að skila inn næsta sýni, hratt og örugglega.

Þjónustugátt Matís – Allt á einum stað:

Ert þú í viðskiptum við mæliþjónustu Matís og vilt fá aðgang að þjónustugáttinni. Skráðu þig í gáttina með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan: