Fréttir

Þrjú verkefni leidd af Matís hljóta styrk frá Rannsóknasjóði

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2020.

Þrjú verkefni leidd af Matís hlutu styrki fyrir árið 2020 frá Rannsóknasjóði; tveir verkefnastyrkir og einn doktorsnemastyrkur.

Raunvísindi og Stærðfræði:

Heiti verkefnis: Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum, sér í lagi arsenlípíða

Verkefnastjóri: Ásta Heiðrún Elísabet PétursdóttirStyrkur (þús.): 19.745 ISK

Verkfræði og tæknivísindi:

Heiti verkefnis: ThermoExplore – Lífverkfræðileg könnun á möguleikum loftháðra hitakærra örvera til framleiðslu verðmætra efna úr endurnýjanlegum lífmassa

Verkefnastjóri: Guðmundur Óli Hreggviðsson, Steinn Guðmundsson

Styrkur (þús.): 18.624 ISK

Doktorsnemastyrkur:

Heiti verkefnis: Könnun á neðanjarðarlífríki eldfjallaeyjunnar Surtseyjar

Verkefnastjóri: Pauline Anna Charlotte Bergsten

Styrkur (þús.): 6.630 ISK

IS