Matís hefur að undanförnu unnið að því að auka framboð af aðgengilegu fræðsluefni sem tengist framleiðslu sjávarafurða. Fyrir nokkru var gefin út rafræn handbók um framleiðslu á saltfiski og nú birtist handbók um þurrkun á fiski.
Þurrkun er ein mikilvægasta framleiðsluaðferðin til að varðveita matvæli og hér á landi hefur þessi aðferð örugglega verið notuð frá upphafi landnáms. Þekkingin og kunnáttan gekk mann fram af manni þar sem hvert heimili þurfti að sinna sinni eigin matvælaframleiðslu. Nú á tímum er þessi þekking langt í frá að vera jafn almenn og því nauðsynlegt að draga mikilvægustu þætti þurrkunar saman í fræðslurit sem nýst getur framleiðendum, almenningi í fróðleiksleit eða sem kennslurit í skólum.
Gerð þessarar bókar var fjármögnuð af Matís og AVS- sjóðurinn styrkti einnig útgáfuna.
Bókina má nálgast hér (best að skoða í Acrobat Reader).
Nánari upplýsingar veitir Páll Gunnar Pálsson hjá Matís.