Fréttir

Transfitusýrur að hverfa

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Transfitusýrur ættu að hverfa úr í íslenskum matvælum innan nokkurra mánaða, segir Ólafur Reykdal matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís.

Frá og með næsta mánudegi verður óheimilt að markaðssetja matvæli sem innihalda meira en tvö grömm af transfitusýrum í hverjum hundrað grömmum af heildarfitumagni. Transfitusýrurnar er helst að finna í snakki, kexi og djúpsteiktum matvælum, en neysla á þeim er talin auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Þetta segir Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís í viðtali í fréttum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur.

IS