Fréttir

Trefjaríkt og hollt hýði ?

Viðtal við Ástu Heiðrúnu E. Pétursdóttir, sviðstjóra lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matís, birtist í Bændablaðinu þann 20. október síðastliðinn. Ásta greinir þar frá frumniðurstöðum í rannsóknarverkefninu „Trefjaríkt og hollt hýði? “ sem styrkt er af Matvælasjóði.

Í verkefninu Trefjaríkt og hollt hýði? er verið að rannsaka hliðarafurðir af ávöxtum og grænmeti, til að mynda hýði og börk, sem alla jafna er hent. Rannsakaðar eru ýmsar leiðir við nýtingu þessara hliðarafurða, ásamt því að kanna þátt varnarefna. Munur á varnarefni í íslensku grænmeti og því innflutta var rannsakaður og var áhugavert að sjá að niðurstöður sýndu að meira er af varnarefnum í innfluttu grænmeti heldur en því íslenska.

Niðurstöður gefa okkur vísbendingar um aukna notkun varnarefna, en líkt og Ásta greinir frá í viðtalinu þá þarf að taka fleiri sýni til þess að geta dregið ályktanir af niðurstöðum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að finna í 19. Tölublaði bændablaðsins, á síðu 22, með því að smella hér

IS