Fréttir

Tvær greinar frá starfsfólki Rf í Journal of Food Science

Í marshefti vísindaritsins The Journal of Food Science 2006 er að finna tvær greinar, sem að mestu leyti eru ritaðar af starfsfólki Rf. Fjallar önnur um að viðhalda gæðum saltfisks í neytendapakkningum eftir útvötnun og hin fjallar um ofurkælingu á þorskflökum.

Höfundar greinarinnar um saltfiskinn er eftir starfsfólk Rannsóknarsviðs Rf og nefnist hún „Keeping quality of desalted cod fillets in consumer packs.“ Höfundar hennar eru: Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Hélène L. Lauzon, Ása Þorkelsdóttir og Emilía Martinsdóttir og starfa öll, sem fyrr segir, á Rannsóknarsviði Rf.

Lesa grein

Hin greinin nefnist  „Evaluation of shelf life of superchilled cod (Gadus morhua) fillets and the influence of temperature fluctuations during storage on microbial and chemical quality indicators“.  Höfundar eru dr. Guðrún Ólafsdóttir, Hélène L. Lauzon og Emilía Martinsdóttir, sem öll starfa á Rannsóknarsviði Rf, og þá  Jörg Oehlenschlager og Kristberg Kristbergsson.  

Þess má geta að greinin var hluti af doktorsverkefni Guðrúnar Ólafsdóttur og Jörg Oehlenschlager og Kristberg Kristbergsson voru leiðbeinendur hennar í verkefninu.

Lesa grein

IS