Fréttir

Tveir aðilar í samstarfi við Matís tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2012

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur valið bestu verkefni sem unnin voru á árinu 2011 til að keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012. Tveir aðilar í samstarfi við Matís eru tilnefndir. Verðlaunaafhendingin fer fram á Bessastöðum nk. febrúar. 

Aðilarnir í samstarfi við Matís eru Darri Eyþórsson og Einar Margeir Kristinsson annars vegar en þeir unnu verkefni með Matís og Háskóla Íslands sem fólst í því að ná fram bættri nýtingu í íslenskri grænmetisrækt. Hugrún Lísa Heimisdóttir er einnig tilefnd fyrir verkefnið sitt “Próteinmengjagreining meltingarvegs þorsklifra” sem unnið er í samstarfi við Matís og Háskólann á Akureyri.

Matís óskar þessum aðilum, sem og öllum sem tilnefndir eru, innilega til hamingju með frábæran árangur og frábær verkefni.

Nánar um verðlaun forseta Íslands (af vef Rannís, www.rannis.is)
Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur valið bestu verkefni sem unnin voru á árinu 2011 til að keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012.Endanlegum frágangi vegna styrkveitinga Nýsköpunarsjóðs námsmanna á styrkárinu 2011 er nú senn að ljúka. Tilgangur sjóðsins er að styrkja háskólanema í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir. Tæplega 500 umsóknir um styrki til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir bárust í sjóðinn í ár.

Sjóðurinn var styrktur um 50 milljónir frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg lagði til 30 milljónir. Stuðningurinn gerði Nýsköpunarsjóði námsmanna kleift að styrkja 131 verkefni þar sem 190 nemendur lögðu til vinnu í 493 mannmánuði.

Lokapunktur og jafnframt hápunktur ferilsins er úthlutun Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands til þeirra verkefna sem þykja skara fram úr. Allir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna. Að þessu sinni bárust 111 skýrslur til sjóðsins fyrir lokafrestinn og var stjórninni því vandi á höndum að velja þau verkefni sem koma til greina. Verkefnin voru gífurlega fjölbreytt og fór vinnan fram í öllum landshlutum.

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna velur þau verkefni sem tilnefnd eru sem úrvalsverkefni og keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands að ráðleggingum fagráða sjóðsins. Verðlaunaafhendingin fer fram á Bessastöðum í febrúar næstkomandi.Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Huldu Proppé, Hulda.P@rannis.is, sími 515-5825 og 821-4332.

Endanlegum frágangi vegna styrkveitinga Nýsköpunarsjóðs námsmanna á styrkárinu 2011 er nú senn að ljúka. Tilgangur sjóðsins er að styrkja háskólanema í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir. Tæplega 500 umsóknir um styrki til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir bárust í sjóðinn í ár.

Sjóðurinn var styrktur um 50 milljónir frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg lagði til 30 milljónir. Stuðningurinn gerði Nýsköpunarsjóði námsmanna kleift að styrkja 131 verkefni þar sem 190 nemendur lögðu til vinnu í 493 mannmánuði.

Lokapunktur og jafnframt hápunktur ferilsins er úthlutun Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands til þeirra verkefna sem þykja skara fram úr. Allir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna. Að þessu sinni bárust 111 skýrslur til sjóðsins fyrir lokafrestinn og var stjórninni því vandi á höndum að velja þau verkefni sem koma til greina. Verkefnin voru gífurlega fjölbreytt og fór vinnan fram í öllum landshlutum.

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna velur þau verkefni sem tilnefnd eru sem úrvalsverkefni og keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands að ráðleggingum fagráða sjóðsins. Verðlaunaafhendingin fer fram á Bessastöðum í febrúar næstkomandi. Yfirlit yfir verkefnin sem hlutu tilnefningu að þessu sinni má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Proppé hjá Rannís.