Fyrsta ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi verður haldin föstudaginn 25. febrúar 2011 í nágrenni Reykjavíkur.
Markmiðið með ráðstefnunni er að kynna vinnu og niðurstöður helstu aðila sem vinna við að meta mengun á Íslandi. Áhersla verður lögð á að allir vöktunar- og rannsóknaraðilar komi með framlag á ráðstefnuna.
Ráðstefnunni er skipt í tvo hluta. Fyrir hádegi verður lögð áhersla á vöktun umhverfismengunar í íslenskri náttúru. Síðan að loknum hádegisverði verða kynningar á rannsóknum á mengun í lofti, legi, jarðvegi, mönnum og dýrum. Fyrirkomulag ráðstefnunnar er sú að í hverjum hluta verða valin nokkur erindi frá innsendum ágripum þar sem höfðu áhersla verður vöktun annars vegar og rannsóknir hins vegar. Þessi erindi veita yfirsýn yfir stöðu máli á Íslandi í dag. Einnig verður rík áhersla á veggspjöld þar sem rannsóknaraðilum gefst kostur á að kynna sín verkefni. Ráðstefnugestum gefst færi á að kynna sér þau fjölbreyttu vöktunar- og rannsóknaverkefnum á þessum veggspjöldum og ræða persónulega við rannsakendur um þau verkefni í kaffihléum og veggspjaldakynningum.
Lokafrestur til skila á ágripum er 1. desember 2010 á umhverfi@matis.is. Drög að dagskrá má finna hér.
Skipulagsnefnd svarar fyrirspurnum
Gunnar Steinn Jónsson Umhverfisstofnun, gunnar@ust.is
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Matís, hronn.o.jorundsdottir@matis.is
Taru Lehtinen HÍ, tmk2@hi.is
Vísindanefnd
Hrund Ólöf Andradóttir, HÍ
Taru Lehtinen, HÍ
Kristín Ólafsdóttir, HÍ
Gunnar Steinn Jónsson, Umhverfisstofnun (UST)
Hermann Sveinbjörnsson, Umhverfisráðuneytið
Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís
Helga Gunnlaugsdóttir, Matís
Hrönn Jörundsdóttir, Matís