Fréttir

Unnið að framleiðslu fiskisósu

Brimberg ehf. á Seyðisfirði hefur forgöngu um nýtt verkefni, í samstarfi við Gullberg, Síldarvinnsluna og Matís ohf., er miðar að framleiðslu á fiskisósu

Vinna við verkefnið hófst í október á Seyðisfirði með þátttöku starfsmanna Matís og japansks sérfræðings frá japönskum samstarfaðila Matís, Matvælaframleiðslurannsóknarsetri á Hokkaido eyju í Japan. Japanski sérfræðingurinn sýndi Íslendingum rétt handtök í upphafi verkunar fiskisósunnar. Ómar Bogason hjá Brimbergi er verkefnisstjóri í verkefninu. Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði og Vaxtarsamningi Austurlands.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, arnljotur.b.bergsson@matis.is.

IS