Uppfærðar starfsreglur stjórnar Matís voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins síðdegis í gær. Starfsreglurnar eru settar í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög, sbr. 4. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995, sbr. lög nr. 89/2006 (opinber hlutafélög).
Í reglunum er kveðið nánar á um framkvæmd starfa stjórnar Matís til fyllingar ákvæðum hlutafélagalaga þar að lútandi. Stjórn skal fylgja leiðbeiningum um góða stjórnarhætti fyrirtækja. Hér er einkum vísað til leiðbeininga Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja og leiðbeiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stjórnarhætti fyrirtæka í eigu ríkisins.