Fréttir

Upphafsfundur íslenska hluta MareFrame

Þriðjudaginn 10. júní fer fram upphafsfundur íslenska hluta Evrópuverkefnisins MareFrame en verkefnið miðar að því að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi innan Evrópu þar sem áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Auk á samstarfs við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.

Matís, Háskóli Íslands og Hafrannsóknarstofnun standa saman að Íslenska hluta verkefnisins en auk þess taka fjöldi erlendra fyrirtækja, háskóla og stofnana þátt. Verkefnið hefur hlotið styrk upp á 6 milljónir evra og er það meðal hæstu verkefna styrkja sem veittir hafa verið í Evrópu. 

Fiskveiðistefna Evrópusambandsins þarfnast endurskoðunar en þrír af hverjum fjórum fiskistofnum sambandsins eru ofveiddir í dag, þar af 47% stofna í Atlantshafi og 80% í Miðjarðarhafinu.

MareFrame verkefnið byggir á því sem vel hefur verið gert í íslenskri fiskveiðistjórnun, m.a. notkun á fjölstofnalíkaninu „Gadget“ sem var þróað af íslenskum þátttakendum verkefnisins og er notað víða erlendis. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum sem og annarra hagsmunaaðila við þróun fiskveiðistjórnunarkerfa en það er lykilatriði við innleiðingu fiskveiðistjórnarkerfisins.

Í því sambandi mun MareFrame þróa m.a. sjónrænt viðmót, tölvuleiki og tölvustudda námstækni til að koma niðurstöðum og stjórnunarleiðum á framfæri, en sú námstækni er afrakstur íslenskra rannsókna.

Að MareFrame verkefninu koma alls 28 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í 10 Evrópulöndum (Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Pólland, Bretland, Spánn, Ítalía, Rúmenía, Noregur og Ísland) ásamt Suður Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. 

Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Gunnar Stefánsson, prófessor hjá Raunvísindadeild Háskóla Íslands er vísindalegur verkefnisstjóri.

Fundurinn hefst með hádegismat klukkan 12 að Vínlandsleið 12 og verður dagkrá fundarinns sem hér segir:

12:30 Lunch 
Welcome and Goals for the meeting Gunnar Stefánsson, HI

12:45 Overview of the MareFrame project Anna Kristín Daníelsdóttir, Matis Objectives, methodology, expected outputs, website etc.

13:00 Main steps in the case study Guðmundur Þórðarson, Hafró
 Research, deliverables, milestones and estimated calendar/time frame

13:15 Co-creation Sveinn Agnarsson, HI

  • What is co-creation, why and of what? differences with traditional 
participatory approach, how and when (approx.)
  • CSs leaders are going to engage with participants, formal and informal communication channels, flow of information, etc.

13:30 
Coffee break

14:00 
Intro Jónas R. Viðarsson, Matís

14:15 Group work

  • Ecosystem Approach to Fisheries Management: The application EAF for their day to day work, projects implemented in the region and research priorities in a policy and social perspective.
  • Management priorities: Priorities identified in the DoW and debate. Are there additional priorities or different ranking needed to be con sidered for the Icelandic case study, and should they be included in the case study? For the priorities agreed as relevant for the case study, dentification of the decision capacity (who will be the actors involved, at which level, etc.).
  • Identification of management issues requiring decision support:(relates to ecological, socioeconomic and governance aspects).

        – conflicting interests among stakeholders implying multi-criteria
        – decision making problem.
        – multi-annual management plans
        – lack of clear management objectives, recovery plan etc.
        – uncertainty and lack of (scientific) knowledge
        – threatened or vulnerable species impacted by the fisheries.
        – policy, science and stakeholders interactions. 


  • Policies and objectives in place (as relevant for the addressed issue):

       – CFP relevant for issue? MSY and Bpa Blim, Flim, Fpa defined for 
relevant species?
       – MSFD relevant for issue? How to transform the high level descriptors 
1, 3, 4 and 6 into    indicators and reference levels?
       – Ecological, environmental social, economic policies relevant for 
issue addressed (nationally, regionally, and locally?) 


  • Management regulations and measures in place (as relevant for the addressed issue): Management rules enforced (HCR, TACs, effort limits, closed areas/seasons (MPAs), technical regulations, landing obligations; other regulations which can affect fisheries and ecosystem). Marine Strategy Framework Directive, particular descriptors 1, 3, 4 and 6. Assessment: methods, institutions; key assessment uncertainties, key uncertainties impacting yield prognosis.
  • Decision environment: Identification of the governance setting
(as relevant for the management priorities): Covered CFP? MSFD? Decision-making by Council/Parliament or other European institutions; nations involved, regional bodies for cooperation on resource management or environmental issues, relevant international conventions in place, division of responsibility and decision-making process regarding fisheries management and environmental issues.

15:00 Presentations of group work & discussions, Group leaders

15:45 Summary and AOB

IS