Ráðstefna Matvælalandsins, um sérstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu, fór fram miðvikudaginn 10. apríl sl. á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskriftin var „Hvað má bjóða þér að borða? – Sérstaða og samkeppnisforskot í matvælaframleiðslu“.
Á ráðstefnunni var fjallað um gildi sérstöðunnar og þær áskoranir sem margar þjóðir standa frammi fyrir í sinni matvælaframleiðslu. Kröfur um örugg matvæli, fá sótspor, virðingu fyrir umhverfinu og auðlindum, bætta lýðheilsu og heilbrigt búfé munu hafa mikil áhrif á matvælaframleiðslu um heim allan á komandi árum.
Að Matvælalandinu standa Samtök iðnaðarins, Bændasamtök Íslands, Matís, Íslandsstofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Matarauður Íslands og Háskóli Íslands.
Upptökur af erindum ráðstefnunnar eru nú aðgengilegar hér .