Fréttir

Vannýtt tækifæri í íslenskum sjávarútvegi

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Sveinn Margeirsson, sviðsstjóri hjá Matís, fjalla um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi á opnum fundi fim. 3. des. kl. 08:30 á Hilton Reykjavik Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2.

Að fundinum standa Matís, AVS sjóðurinn og Samtök fiskvinnslustöðva.

Markmið fundarins er að varpa ljósi á tækifæri og möguleika á betri nýtingu og auknum verðmætum. Íslendingar standa framarlega í nýtingu sjávarauðlinda og hafa sterk og öflug sjávarútvegsfyrirtæki með áralanga reynslu í að mæta þörfum markaðarins. En hráefnið okkar er takmörkuð auðlind og því nauðsynlegt að nýta það sem best og skapa úr því mikil verðmæti.

Getur verið að við séum að missa af tækifærum með því að flytja oft á tíðum út lítið unnið hráefni, getum við nýtt okkar vel menntaða fólk betur í þróun og markaðssetningu, getum við notað betur tækifærin sem felast í uppruna hráefnisins o.s.frv.

Þessi fundur getur varpað ljósi á framtíðarmöguleika íslensks sjávarútvegs.

Auglýsingu um fundinn má finna hér.

IS