Tækniþróunarsjóður Rannís stóð fyrir kynningu á starfsemi sprotafyrirtækja í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 9. og laugardaginn 10. janúar.
Kynningin hófst með ávarpi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra kl. 14:00. Sprotafyrirtæki kynntu starfsemi sína í kjölfarið og stóð sú kynning yfir bæði á föstudag og laugardag. Á laugardag kl.13:00 var svo sérstök kynning á brúarsmíði milli sjóða og sprota og gerð var grein fyrir opinberum stuðningi við nýsköpun.
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Ráðhúsið og var það samdóma álit þeirra sem komu að kynningunni að hún hefði tekist afskaplega vel. Hér má sjá nokkra myndir frá kynningu Rannís.
Sjá nánar hér: www.rannis.is/