Fréttir

Vefnámskeið í þróun nýrra viðskiptahugmynda í matvælageiranum

Dagana 23. október til 13. nóvember mun Matís og Háskóli Íslands, í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Finnlands, Háskólann í Cambridge og PAS IARFR í Póllandi, halda vefnámskeið í þjálfun háskólanema í þróun nýrra viðskiptahugmynda um matvæli.

Um er að ræða sérstakt vefnámskeið fyrir háskólanema um nýjar vöru- og viðskiptahugmyndir að matvörum sem bæði eru vistvænar og ætlaðar neytendum með sérstakar einstaklingsbundnar næringarþarfir.

Áætlað er að námskeiðið taki 45 klukkutíma sem skiptast í 15 tíma kennslu og 30 tíma hópvinnu undir leiðsögn sérfræðinga (jafngildir 2 ects). Þátttakendur munu kynnast:

  • Vistvænni nýsköpun í matvælageiranum
  • Matvælum og nýsköpun sem tengjast næringarþörfum einstaklinga
  • Matvælum og nýjungum í upplýsingatækni (digital disruptions)

Þeir fá þjálfun í að vinna saman í þverfaglegum hópum við

  • þróun viðskiptahugmynda
  • gerð viðskiptalíkana
  • að kynna og sannfæra hóp dómara um ágæti viðskiptahugmynda

Sjá kynningarmyndband.

Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

IS