Fréttir

Verðmætasköpun við Háskóla Íslands – samstarf við Matís skiptir miklu máli að mati rektors

Í morgunblaðinu í dag er ítarlegt viðtal við Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands. Þar kemur hún m.a. inn á HÍ sé í hópi 300 bestu háskóla í heimi.

Viðtalið í heild sinni við Kristínu má sjá hér.

Um Matís
Matís varð til fyrir fimm árum og hefur á þeim tíma skapað sér sess í íslensku samfélagi á mjög margan hátt. Til Matís er horft sem leiðandi fyrirtækis í matvælarannsóknum. Matís er drifkraftur í atvinnunýsköpun og sprotastarfsemi, fyrirtækið leiðir saman rannsóknarsamfélagið, háskólasamfélagið og atvinnulífið. Matís er í fararbroddi í framtíðartækifærum til atvinnusköpunar og er sérstaklega vert að nefna líftæknirannsóknir sem nú þegar hafa skapað störf og aukið áhuga erlendra aðila á samstarfsverkefnum með fyrirtækinu. Þetta er dæmi um hvernig sóknin er besta vörnin.

Matís hefur á fimm árum skapað sér orðspor og traust í íslensku samfélagi sem er verðmætt veganesti inn í framtíðina. Þetta hefur til að mynda verið gert með markvissri þátttöku fyrirtækisins og starfsmanna þess í umfjöllun miðla í samfélaginu. Á hverjum degi er unnið að stórmerkum verkefnum innan veggja fyrirtækisins sem snerta fólk og fyrirtæki út um allt samfélagið og mikilvægt er að efla sem best almenna þekkingu fólks á því fyrir hvað Matís stendur og hvernig fyrirtækið leggur íslensku samfélagi til verðmæti.

Með sanni má segja að Matís brúi bilið á milli rannsókna og háskólasamfélagsins annars vegar og atvinnulífsins hins vegar.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

IS