Næsta vika verður sannarlega hátíð fyrir Norðurlandabúa og þá sérstaklega þá sem áhuga hafa á lífhagkerfi Norðurlanda, en inni því kerfi er t.d. matur og matvælaframleiðsla.
Óhætt er að segja að sjaldan hafi jafn margir viðburðurðir, sem tengjast Norðurlandasamstarfi, verið hér á landi í einni og sömu vikunni. Flestir þessara viðburða tengjast formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, en 2014 er ár Íslands í þeirri formennsku.
Hér að neðan má sjá þá viðburði sem í boði eru. Rúsínan í pylsuendanum er svo Matarmarkaður Búrsins, sem haldinn verður helgina 15. og 16. nóvember.
- 10. og 11. nóvember – lokafundur í Arctic Bioeconomy en fundurinn er haldinn hjá Matís (lokaður fundur).
- 11. nóvember – Nordic Vision Workshop
- 11. nóvember – 13:00 – 17:00 „Arctic Bioeconomy – Focus on West-Nordic Countries“ – ráðstefna haldin í Norræna húsinu.
- 11. nóvember – 9:00 – 16:00 „BoMin“ („Barn och mat så in i norden” / „New Nordic food, project food and children). –> nánari upplýsingar hér.
- 12. nóvember – 8:30 – 17:30 Vettvangsferð tengt Matarhandverkskeppninni.
- 12. og 13. nóvember – 8:00 – 19:00 Nordic Bioeconomy and Regional Innovation.
- 13. nóvember – 9:00 – 16:00 Matarhandverksráðstefnan en hún er haldin í Norræna húsinu.
- 14. nóvember – 9:00 – 15:00 Matarhandverksnámskeið og fyrirlestrar hjá Matís.
Allir viðburðir tengdir Matarhandverkinu eru öllum opnir (vettvangsferðin, ráðstefnan og matarhandverksnámskeiðin).
- 15. og 16. nóvember – Matarmarkaður Búrsins – vörum úr Matarhandverkskeppninni verða til sýnis.
Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.