Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, starfsmaður Matís, var í viðtali á Rás 2 nú fyrir stuttu þar sem hún fjallaði um heilnæmi mysu og sóknarfæri fyrir fyrirtæki í mjólkuriðnaði að nota íslenska mysu til matvælaframleiðslu og þá sérstaklega til framleiðslu á fæðubótarefnum.
Viðtalið má nálgast hér (tæplega 3/4 inn í viðtalinu).
Grein Sigrúnar Mjallar um mysu má finna hér.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún, sigrun.m.halldorsdottir@matis.is.