Fréttir

Vilt þú efla matvælarannsóknir á Íslandi?

Hjá Matís eru stundaðar ýmsar rannsóknir sem flestar snúast um matvæli á einhvern hátt. Okkur vantar fólk til að leggja okkur lið í þessum rannsóknum. 

Þátttaka getur t.d. falist í:

  • Rýnihópavinnu þar sem rætt er um matartengd málefni eða vörur sem eru í þróun.
  • Könnunum þar sem þátttakendur meta vörur heima.
  • Viðhorfskönnunum um matartengd málefni á netinu.
  • Könnunum eða mati á vöru í húsnæði Matís að Vínlandsleið 12.

Fyrir hverja rannsókn verða þátttakendur valdir af póstlistanum og þeim boðið að taka þátt. Þátttakendur í stærri verkefnum fá umbun í formi smárra gjafa, gjafabréfs, eða þátttöku í happdrætti.

Þátttakandi á póstlista getur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um viðkomandi verði fjarlægðar af listanum.

Eftirfarandi þættir eiga við um allar rannsóknir Matís:

  • Þátttakendur njóta fyllsta trúnaðar.
  • Nöfn þátttakenda koma hvergi fram birtingum niðurstaða.
  • Þátttakendum er alltaf í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í viðkomandi rannsókn.
  • Unnið verður með öll gögn í samræmi við persónuverndarlög.

Skráning á neytendalista Matís fer fram hér.

IS