Fréttir

Vilt þú taka þátt í rannsókn á nýju andlitskremi?

Viltu taka þátt í rannsókn á áhrifum efna úr þangi á öldrunareinkenni heilbrigðrar húðar?

Rannsóknin felur í sér samanburð á teygjanleika, raka og húðfitu í andliti fyrir og eftir um 12 vikna notkun á andlitskremi. Helmingur þátttakenda fær krem með efnum úr þangi en hinn helmingurinn sama krem án efna úr þangi. Eftir að rannsókn lýkur verður dregið úr hópi þátttakenda tvö 20.000 kr. peningaverðlaun.

Þú getur tekið þátt ef þú ert:

  • á aldrinum 40 til 60 ára
  • með heilbrigða húð og ekki með þekkt undirliggjandi húðvandamál

Hvað þarf þú að gera?

  • Nota andlitskremið tvisvar á hverjum degi, kvölds og morgna.
  • Ekki nota önnur andlitskrem meðan á rannsókn stendur
  • Mæta þrisvar í mælingu til Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík: fyrir notkun, eftir um 6 vikna og um 12 vikna notkun á andlitskreminu
  • Svara spurningakönnun um upplifun á kreminu eftir síðustu mælingar

Hvernig skráir þú þig?

  • Sendir tölvupóst til Aðalheiðar Ólafsdóttur adalheiduro@matis.is með eftirfarandi upplýsingum:
  • nafni
  • fæðingarári
  • netfangi
  • símanúmeri
  • stuttri lýsingu á því hvaða húðvörur þú notar reglulega á andlit (t.d. andlitskrem, tóner, serum, hreinsivörur)

Rannsóknin er hluti af verkefninu MINERVA sem miðar að því að auka og bæta nýtingu stórþörunga sem framleiddir eru á sjálfbæran hátt og þróa nýjar verðmætar vörur úr þeim. Verkefnið er styrkt af ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy og er samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknafyrirtækja á Írlandi, Íslandi og í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar eru sendar ef áhugi er fyrir þátttöku.

IS