Fréttir

Viltu kaupa heimaslátrað?

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð, fimmtudaginn 5. júlí 2018 kl. 13:00, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða úr heimaslátrun og mikilvægi áhættumats. Allir eru velkomnir á fundinn.

Heimaslátrun hefur tíðkast frá upphafi landbúnaðar en dreifing og sala afurða af heimaslátruðu er ekki leyfileg, samkvæmt núgildandi lögum og reglum. 

En hver er áhættan? Er hægt að leyfa sölu og dreifingu á  heimaslátruðu, tryggja öryggi neytenda og auka verðmætasköpun bænda?

Á fundinum verður m.a. rætt um ávinning bænda af áhættumati og sjónarhorn bænda – tækifæri og áskoranir tekið fyrir, sjá nánar dagskrá fundarins.

Fundinum verður varpað út beint gegnum Facebook síðu Matís www.facebook.com/matisiceland og verður hægt að senda inn spurningar sem teknar verða fyrir. Fundarstjóri verður Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

IS