- Hefur þú áhuga á mat?
- Viltu taka þátt í þróun sjálfbærrar matarmenningar?
- Hvernig finnst þér að ætti að gera mat í skólum hollari og sjálfbærari?
- Viltu kynnast öðrum ungmennum frá Norðurlöndunum með áhuga á mat?
Hvaða matarviðburður er þetta?
- Ungdommens madmøde
- Staður: Engestofte Gods í Lolland, Danmörku.
- Dagsetning: 30. maí 2024
- Viðburðurinn skiptist í þrjá hluta: matreiðsluskóla, matartjaldbúðir og málþing um mat í skólum.
- Hluti af Madens folkemøde sem verður haldinn 31. maí -1. júní.
Hvert yrði mitt hlutverk á viðburðinum?
- Taka þátt í að útbúa íslenska rétti/mat til smökkunar
- Taka þátt í umræðum á málþinginu
- Greitt er fyrir ferðakostnað og uppihald.
Skilyrði fyrir þátttöku:
- Vera á aldrinum 16-18 ára
- Hafa áhuga á mat og matreiðslu
- Geta tjáð sig á ensku, dönsku, norsku og/eða sænsku
Hvernig get ég sótt um að taka þátt?
Senda inn stutt video (um 2-3 mínútur, tekið á síma) á thorav@matis.is og greina frá:
- Nafni, aldri, skóla/nám (ef í námi).
- Af hverju þú vilt taka þátt.
- Hvort þú hefur farið á námskeið sem tengjast mat t.d. hollustu, matreiðslu, sjálfbærni.
- Reynslu af því að matreiða.
Umsóknarfrestur 8. mars 2024.
Svör við umsóknum verður svarað eigi síðar en 18. mars 2024.