Fréttir

Viltu vita um viðskiptatækifærin í dreifðari byggðum Grænlands?

Nú er komið að lokum Arctic Bioeconomy verkefnisins. Verkefninu lýkur með ráðstefnu um norrænt lífhagkerfi með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar en á ráðstefnunni munu margir áhugaverðir fyrirlesarar stíga í pontu. Meðal þeirra er Inunnguaq Hegelund sem er Íslendingum að góðu kunnur úr þáttunum Nautnir norðursins sem nýverið var sýnt á RÚV.

Lífhagkerfið tekur til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda og má því segja að íslenskt hagkerfi sé að verulegu leiti háð lífhagkerfinu.

Í ljósi mikilvægis sjávarins og haftengdrar starfsemi felast einstök tækifæri í umræðu, framþróun og aukinni verðmætasköpun á þessu sviði fyrir Ísland og Íslendinga.

Aukinn hagvöxtur byggðum á sjálfbærri nýtingu lífrænna auðlinda og nýsköpun sem miðar að aukinni verðmætasköpun er meginstefið á ráðstefnunni og er sérstöku ljósi beint að auðlindum hafsins í þessu sambandi.

Á ráðstefnunni mun dr. dr. Christian Patermann halda fyrirelstur sem ber heitið  „Europe route to the Bioeconomy, challenges and perspectives for the Nordic Union“.

Paterman þessi er stórt nafn í lífhagkerfismálum en hann er fyrrverandi forstjóri DG Research European Commission, Biotechnology, Agriculture, Food Research hjá ESB og talinn „faðir“ lífhagkerfisins í Brussel.

Dagsetning: 11. nóvember
Staðsetning: Norræna húsið, Sturlugötu 5

Dagskrá

Conference facilitator: Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís

13:00 – 13:40     Europe route to the Bioeconomy, challenges and perspectives for the Nordic Union, Dr.dr. Christian Patermann, key note speaker

13:40 – 14:00       Main results of Arctic Bioeconomy – lessons learned and the way forward
Sigrún Elsa Smáradóttir, Research group leader, Matís   
      
14:00– 14:15       Trends in the Blue Bioeconomy: A Faroese Case Study
Dr. Unn Laxá,  Research Project Manager

14:15 – 14:30       Business opportunities and rural development in the Greenlandic Bioeconomy
Inunnguaq Hegelund, chef at Hotel Arctic in Greenland

14:30 – 14:50       Access to plant varieties in the Arctic agriculture
Dr. Svein Ø. Solberg, Senior Scientist, Nordic Genetic Resource Center

14:50 – 15:20    Coffee break

15:20 – 15:40       Bioeconomy in the Nordic countries, strategy, opportunities and needs
Dr. Lene Lange, professor, Department of Biotechnology and Chemistry, Aalborg University, Denmark

15:40 – 16:00       European Bioeconomy – opportunities and challenges
Dr. Hörður G. Kristinnsson, Director of Research, Matís

16:00 – 17:00       Panel discussion
Panel leader:
Þorsteinn Tómasson, Director Public Science Administration (ret.), Iceland

Amalie A. Jessen, Ministry of Fisheries, Hunting and Agriculture, Greenland
Dr.dr. Christian Patermann, Director (ret.) European Commission, Germany
Dr. Lene Lange, professor, Aalborg University, Denmark
Kjartan Hoydal, Nordic Marine Think Tank, Faroe islands
Dr. Sveinn Margeirsson, CEO Matís, Iceland
            
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Elsa Smáradóttir í síma 858-5113.

IS