Fréttir

Vinningshafar Asksins 2019

Laugardaginn 23. nóvember var verðlaunafhending á Askinum 2019, Íslandsmeistarkeppni í matarhandverki, á Matarhátíð á Hvanneyri.

Matarhandverk snýst um að skapa vörur þar sem lögð er áhersla á einstakt bragð, gæði og ekki síst ímynd, sem iðnaður getur ekki búið til. Áherslan er á að nota staðbundin hráefni, framleiðslu í litlu magni sem er oft svæðisbundin. Matarhandverksvörur eru heilnæmar, án óþarfra aukaefna og vörur sem hægt er að rekja til upprunans. Aðalsmerki matarhandverks er að nota það hráefni, mannafla og verkkunnáttu sem fyrirfinnst á staðnum, í gegnum alla framleiðslukeðjuna. Í matarhandverki er lögð áhersla á að þróa hefðbundnar vörur fyrir neytendur dagsins í dag. Matarhandverksvörur eru frábrugðnar öðrum matvörum á þann hátt að nánast engin aukefni (E efni) eru leyfð í þeim, vélvæðing er takmörkuð og íslensk hráefni notuð eins og kostur er. Að Askinum 2019 stendur Matís í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Matarauður Íslands styrkti keppnina.

Í keppninni í ár voru 133 vörur. Vegna fjölda skráðra vara í þremur flokkum var þeim skipt upp svo í heildina var keppt í 10 keppnisflokkum. Hér að neðan eru vinningshafarnir:

Bakstur  
GullRúgbrauðBrauðhúsið ehf
SilfurRúg-hafrabrauðBrauðhúsið ehf
   
Ber, ávextir og grænmeti  
GullÞurrkaðir lerkisveppirHolt og heiðar ehf
SilfurGrenisírópHolt og heiðar ehf
BronsSólþurrkaðir tómatarGarðyrkjustöðin Laugarmýri
   
Ber, ávextir og grænmeti – sýrt  
GullPikklaðar radísurBjarteyjarsandur sf
SilfurKimchi, krassandi kóreönsk blandaHuxandi Slf
BronsPylsukál, eitt með öllu!Huxandi Slf
   
Ber, ávextir og grænmeti – drykkir  
GullAðalbláberjateUrta Islandica ehf
SilfurKrækiberjasafiIslensk hollusta ehf
   
Fiskur og sjávarfang  
GullBirkireyktur urrðiMatarhandverk úr fram-Skorradal
SilfurHeitreyktur makíllSólsker
BronsLéttreyktir þorskhnakkarSólsker
   
Kjöt og kjötvörur  
GullGæsakæfaVillibráð Silla slf.
SilfurTaðreykt HangikjötSauðfjárbúið Ytra-Hólmi
   
Kjöt og kjötvörur – hráverkað  
GullRauðvínssalamiTariello ehf
SilfurNautasnakkMýranaut ehf
BronsÆrberjasnakkBreiðdalsbiti
   
Mjólkurvörur  
GullSveitaskyrRjómabúið Erpsstaðir
SilfurBúlands HavartiBiobú ehf.
BronsBasilíku smjörÁ Ártanga
   
Nýsköpun  
GullBoppHavarí
GullSöl snakkBjargarsteinn Mathús
BronsSaltkaramellusýrópUrta Islandica ehf
   
Nýsköpun – drykkir  
GullGlóaldin Kombucha IcelandKúbalúbra ehf
SilfurSúrskot – Safi úr KimchiHuxandi Slf
BronsRababaravínOg natura
IS