Fréttir

Vísindamenn um allan heim kíkja í hafið – á sama tíma!

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sýnatökudagur hafsins (e. Ocean Sampling Day / OSD) er heimsviðburður sem gengur út á það að vísindamenn safna á sama tíma sýnum úr hafinu á sumarsólstöðum 21. júní. Þessar sýnatökur munu aðstoða vísindamenn sem og almenning allan að skilja betur hvernig hafsvæði heimsins virka og þau flóknu lífríki sem þar er að finna.

Hvorki fleiri færri en 167 staðir eru nú staðfestir þar sem sýnatakan mun fara fram samtímis í næstu viku. Hér má sjá lista yfir staðina þar sem þátttaka er staðfest en á nokkrum stöðum í hafinu í kringum Ísland munu sýni verða tekin.

Nánari upplýsingar má finna á vefsvæði OSD og á bloggi OSD. Hjá Matís veitir Viggó Marteinsson einnig nánari upplýsingar um framkvæmd mælinga hér á landi.

Ocean Sampling Day 2014
IS