Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslurnar Vöktun á Íslandi; kortlagning og framtíðarsýn og Uppbygging rannsóknarinnviða á Íslandi til framtíðar.
Skýrslurnar voru unnar fyrir Vísinda- og tækniráð af verkefnahópi um rannsóknarinnviði og vöktun sem stýrt var af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Vorið 2014 fól Vísinda- og tækniráð mennta- og menningarmálaráðuneytinu að stofna verkefnahóp um rannsóknarinnviði og vöktun (sjá aðgerð 3.3. í Stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016). Var hópnum ætlað að fjalla um rannsóknarinnviði og kortleggja opinber vöktunarverkefni og að leggja fram tillögur um a) hvernig forgangsraða megi vöktunarverkefnum, b) hvernig stuðla megi að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um vöktun, c) hvort unnt sé að auka hagkvæmni í fyrirkomulagi vöktunar og d) hvernig tryggja megi fjármagn til langtímaverkefna á sviði vöktunar.