Vottun í framkvæmd – kynningarfundur 19. nóvember. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 19. nóvember frá kl. 14-16 í Víkinni sjóminjasafni, Grandagarði 8, Reykjavík.
Tilgangur fundarins er að kynna stöðu í verkefninu um vottun ábyrgra veiða Íslendinga, hagnýtar upplýsingar sem tengjast vottuninni og nýtingu hennar í markaðslegum tilgangi.
Dagskrá:
14.00 Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda og formaður fagráðs sjávarútvegs hjá Íslandsstofu
Félag um merki og vottun
Gjald og innheimta
14.10 Kristján Þórarinsson, varaformaður Fiskifélags Íslands og formaður tækninefndar um ábyrgar veiðar
Bakgrunnur og staða vottunar
Tæknileg framkvæmd verkefnisins
14.30 Mike Platt, Global Trust
Hagnýtar upplýsingar um framkvæmd vottunar og umsóknarferli í vottun
Umsóknarferlið fyrir rekjanleikavottun (Chain of Custody)
14.50 Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu
Hagnýtar leiðbeiningar um notkun upprunamerkisins, með og án vottunar
Kynning og markaðssetning
15.10 Fyrirspurnir og umræður
Pallborð: Eggert B. Guðmundsson, Kristján Þórarinsson, Finnur Garðarsson, Guðný Káradóttir og Mike Platt
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundarins.Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.