Samkvæmt grein á www.visir.is hefur orðið fólksfjölgun á sunnanverðum Vestfjörðum á síðastliðnum tveimur árum í tengslum við aukið fiskeldi á svæðinu. Þar hefur Matís komið við sögu en nýsköpun og rannsóknir á sviði fiskeldis auk stuðnings við atvinnuuppbygging á landsbyggðinni hefur verið rauður þráður í starfsemi fyrirtækisins frá stofnun.
Í greininni kemur fram að mannfjöldi á sunnanverðum vestfjörðum hafi aukist um 5% á frá 2012 – 2014 en fólksfjölgun hefur verið neikvæð á svæðinu síðastliðin ár. Árið 2012 bjuggu 1.186 manns á svæðinu en þeim hefur nú fjölgað um 60 og eru í dag 1.246 einstaklingar búsettir í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Til samanburðar má þess geta að árið 2000 bjuggu 1.596 einstaklingar á svæðinu. Ástæða fólksfjölgunar er rakin til atvinnuuppbyggingar í tengslum við fiskeldi, sem hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum og áætlað er að haldi áfram.
Árið 2012 opnuði Matís starfsstöð á Patreksfirði sem þjónar sunnanverðum Vestfjörðum og Breiðafjarðarsvæðinu, en þar hefur vegur fiskeldis aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Markmiðið með starfstöðvum Matís er að þjónusta nærsamfélagið og styrkja rannsóknir og þróun á sviði matvæla í heimabyggð. Á Patreksfirði er lögð áherla á rannsóknir tengdu sjókvíaeldi og er ætlunin að stuðla þannig að framgangi og uppbyggingu fiskeldis um land allt.
Á undanförnum árum hafa rannsóknirnar aðallega miðað að því að bæta afkomu, vöxt og gæði eldisfiska ásamt því að auka hagkvæmni við framleiðslu og minnka fóðurkostnað sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn. Rannsóknirnar stuðla þannig að verðmætaaukningu og gerir fyrirtækjum og einstaklingum auðveldara með að kom af stað framleiðslu af einhverju tagi.
Á sunnanverðum Vestfjörðum er löng hefð fyrir útgerð og fiskvinnslu en á síðustu árum hefur orðið ákveðin hnignun í þeirri starfsstétt. Svæðið hentar hinsvegar vel fyrir fiskeldi að margra mati og hefur það án efa ýtt undir þá miklu uppbyggingu sem þegar er orðin, sérstaklega í eldi á laxi, bleikju og regnbogasilungi auk kræklings. Stefnt er að því að afurðir á svæðinu fái sjálfbæra vottun enda séu þær unnar á sjálfbæran máta og lífhagkerfið í heild haft með í myndinni á öllum framleiðslustigum.
Matís leggur mikila áherslu á að virðisaukning haldis í hendur við velferð lífhagkerfisins. Því skilar betri nýting fóðurs og afurða ekki einungis meiri fjármunum heldur einnig verðmætari og vistvænni vöru sem spunnin er úr sjálfbæru umhverfi. Slíkt stuðlar þannig að auknu fæðuöryggi til framtíðar.