Sjávarútvegur

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Rannsóknir og vísindi eru framtíðargjaldmiðill sjávarútvegsins

Sjávarútvegurinn, eins og aðrar atvinnugreinar, reiðir sig á rannsóknir og vöruþróun. Reynslan hefur sýnt að aukin verðmætasköpun í greininni byggir á hugviti og hafa íslensk fyrirtæki unnið metnaðarfullt og merkilegt starf á því sviði. Þar hefur Matís iðulega verið í lykilhlutverki, verið eins konar þekkingarkjarni þegar kemur að beitingu vísinda í sjávarútvegi og brú á milli menntastofnana og atvinnulífs.

Lögum samkvæmt er hlutverk Matís að auka verðmæti í matvælaiðnaði, bæta matvælaöryggi og efla lýðheilsu. Er Matís í ríkiseigu en rekið sem hlutafélag og hefur skýrt þjónustuhlutverk við sjávarútveginn og aðrar matvælagreinar en líka skyldur gagnvart eigandanum, þjóðinni.

IS