Tilvísunar­rannsókna­stofa

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Tilvísunarrannsóknarstofur Matís eru einar þær fullkomnastu á landinu og geta mætt margvíslegum þörfum viðskiptamanna með breiðu umfangi faggildra mæliaðferða á mörgum mismunandi sviðum.

Matís og Matvælaráðuneytið (MAR) hafa samið um rekstur Matís á tilvísunarrannsóknastofum (TVR; eNational Reference Laboratory (NRL)) í samræmi við reglugerð nr. 234/2020 og lög nr. 93/1995. Samkvæmt samningnum sér Matís um rekstur TVR á 11 sviðum:

Tilvísunarrannsóknastofur hér á landi starfa í samstarfi við aðrar tilvísunarrannsóknastofur á Evrópska efnahagssvæðinu. Lögbundið hlutverk og helstu skyldur tilvísunarrannsóknastofa eru margvísleg og felast m.a. í samræmingu á starfsemi tilnefndra opinberra rannsókna í hverju landi. Þetta felur í sér m.a. ráðgjöf og leiðbeiningar um mæliaðferðir, þátttöku í þróun og sannprófun mæliaðferða og skipulagningu samanburðarprófana, upplýsa tilnefndar rannsóknastofur á mælisviðinu um samanburðarprófanir, fylgjast með árangri rannsóknastofa og bjóða aðstoð eða fara í aðgerðir skv. ákveðnum ferli ef tilefni er til, miðla þekkingu og upplýsingum frá erlendum tilvísunarrannsóknastofum til rannsóknastofa hér á landi, veita lögbærum yfirvöldum vísindalega og tæknilega aðstoð og viðhalda faggildingu.

Rétt er að minna á að Matís er ekki eftirlitsaðili, eftirlit er í höndum Matvælastofnunar (MAST), eða þeirra aðila sem Matvælastofnun felur framkvæmd eftirlitsins. Tilvísunarrannsóknarstofur Matís eru einar þær fullkomnastu á landinu og geta mætt margvíslegum þörfum viðskiptamanna með breiðu umfangi faggildra mæliaðferða á mörgum mismunandi sviðum. Rannsóknastofurnar eru einnig vel tengdar við erlendar rannsóknastofur og hafa milligöngu um mælingar sem ekki er hægt að framkvæma á Íslandi.

Vilt þú senda fyrirspurn á tilvísunarrannsóknastofuna?

IS