Matís og Beint frá býli (BFB), félag heimavinnsluaðila, hafa gengið frá samstarfssamningi þess efnis að Matís framkvæmi efna- og örverumælingar fyrir félagsmenn Beint frá býli sem nauðsynlegar eru samkvæmt opinberum kröfum til lítilla matvælavinnslna, til að tryggja öryggi matvæla.
Á myndunum eru Þorgrímur Guðbjartsson frá Erpsstöðum, formaður Beint frá býli og Sveinn Margeirsson frá Mælifellsá, forstjóri Matís, við undirritun samningsins; og svo við lestur Bændablaðsins þar strax á eftir.
Hvað annað!?
Nánari upplýsingar veitir stjórn BFB, beint@beintfrabyli.is

