Þurrkun matvæla – grænmeti, krydd o.þ.h.
Fagleg vinnubrögð við smáframleiðslu matvæla.
Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan er bæði bókleg og verkleg.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á netfangið namskeid@matis.is.