Ritgerðir

Gæði og eiginleikar hrossakjöts / Quality and characteristics of Icelandic horsemeat

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Höfundur: Eva Margrét Jónudóttir

Leiðbeinandi: Guðjón Þorkelsson, Kolbrún Sveinsdóttir

Skóli: Háskóli Íslands

Tegund: Meistararitgerð

Útgefið: Júní, 2021

Markmið þessa verkefnis var að afla og koma á framfæri upplýsingum sem styðja við og greiða leið fyrir markaðsstarf og sölu á hrossakjöti. Þetta var gert annars vegar með því að safna upplýsingum um nýtingu, næringargildi, lit og áhrif geymslu í kæli á bragðgæði, skurðkraft og suðurýrnun folaldakjöts og hins vegar með rannsókn á geymsluþoli fersks hrossakjöts til að kanna hvort hægt væri að lengja það með bættum vinnsluferlum.
Folaldakjöt var geymt í loftdregnum umbúðum við 2-4°C í 14 daga þar sem mæld voru megin næringarefni, steinefni, vítamín, fall sýru og hitastigs eftir slátrun, litur, skurðkraftur, örverur, suðurýrnun og nýting við úrbeiningu. Þar að auki var meyrni, þrálykt- og bragð metið með skynmati á skala.