Skýrslur

Development of microalgae for aquaculture
/ Þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi 

Útgefið:

26/01/2023

Höfundar:

Davíð Gíslason, Hrólfur Sigurðsson, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Isaac Berzin og Theodór Kristjánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóði

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Verkefnið þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi sem var samstarfsverkefni VAXA og Matís og styrkt til tveggja ára af Tækniþróunarsjóð er nú lokið.

Verkefnið hafði að markmiði að þróa afurðir VAXA sem innihaldsefni fyrir fiskafóður í fiskeldi. Framkvæmdar voru nokkrar tilraunir sem höfðu að markmiði að skoða notagildi Nannochloropsis smáþörungsins sem innihaldsefni í fiskafóður. Í þessum tilraunum var skoðað 1. Geymsluþol ferskra þörunga, 2. Hvernig megi veikja frumuvegg þörungsins svo hann verði meltanlegur fyrir fiska en annars er hann ómeltanlegur, 3. Áhrif fiskafóðurs með þörungaolíu á vöxt og laxalúsasmit á laxaseiðum, 4. Vöxt og upptöku á fitusýrum og Omega 3 í laxaseiðum sem eru fóðruð á fóðri með þörungaolíu. 5. Reiknivél fyrir upptöku Omega 3 í laxaseiði. Niðurstöður tilraunanna voru að mörgu leyti jákvæðar og bættu mjög þekkingu VAXA á möguleikunum að nota Nannochloropsis þörunginn eða afurðir unnar úr honum eins og þörungaolíu í fiskafóður.  

Sú þekking sem ávannst í verkefninu nýtist VAXA til þess að þróa afurðir sínar til notkunar í laxafóður. Þótt svo að Omega 3 fitusýrur séu til staðar í ýmsum matvælum (aðalega fiski), er lax talinn ein besta uppspretta þessara fitusýra. Fiskeldisiðnaðurinn hefur leitað leiða til þess að minnka notkun sína á fiskmjöli og fiskolíu fyrir laxafóður, sem hefur valdið því að Omega 3 magn í eldislaxi hefur minnkað. Í þessu rannsóknarverkefni hefur í fyrsta skipti verið notað með góðum árangri sjálfbærir ljóstilífandi þörungar til framleiðslu á Omega 3 fyrir laxafóður. Niðurstöður verkefnisins sýna fram á hagkvæmni þessarar nálgunar fyrir framleiðslu á Omega 3 ríku laxafóðri. Góðar niðurstöður verkefnisins munu hjálpa VAXA að markaðsetja þörungaolíu úr framleiðslu sinni sem valkost fyrir Omega 3 ríkt innihaldsefni fyrir laxafóður í stað fiskimjöls og fiskolíu í laxafóður framtíðarinnar.

Skýrslan er lokuð.

Skoða skýrslu