Skýrslur

Fróðir fiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hannes Magnússon, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fróðir fiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Markmið AVS Fróðir fiskneytendur er að útbúa leiðbeiningar fyrir neytendur með almennum upplýsingum um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks. Tilgangurinn er að bæta þekkingu almennings á fiski, sem vonandi mun stuðla að aukinni neyslu og auknu verðmæti sjávarfangs. Skýrsla þessi greinir frá gerð leiðbeininganna og niðurstöðum námskeiðs sem haldið var fyrir neytendur um hvernig meta megi ferskleika fisks og kynningu á efni leiðbeininganna. Námskeiðið var tvískipt. Í fyrri hlutanum fengu átta neytendur stuttan fyrirlestur um gæðaeinkenni þorsks og hvernig þau breytast við geymslu. Þeir fengu þjálfun í að meta ferskleika hrárra og soðinna þorskflaka af mismunandi ferskleika samkvæmt einkunnaskölum. Í seinni hluta námskeiðsins voru (sömu) neytendurnir beðnir um að gefa hráum og soðnum flökum einkunn samkvæmt eigin smekk og einnig meta ferskleika. Ennfremur voru þeir beðnir um ábendingar varðandi leiðbeiningarnar, einkunnaskalana og hvort efni námskeiðsins væri gagnlegt. Niðurstöður námskeiðsins bentu til þess að leiðbeiningar af þessu tagi eigi fyllilega erindi við neytendur. Mat þátttakenda námskeiðsins á hráum og soðnum fiskflökum samkvæmt einkunnaskölum sýndi að þeir voru fljótir að tileinka sér aðferðirnar og þær lýsingar sem gefnar voru á misfersku hráefni. Að námskeiði loknu voru viðkomandi þátttakendur öruggari í gæðamati á fiski, töldu að þeir myndu njóta fiskmáltíða betur en áður og komi til með að kaupa fisk oftar en áður. Skynsamlegt væri að fylgja verkefninu eftir með stærri hópi neytenda, bæði til að fá áreiðanlegra mat á gagnsemi slíkra leiðbeininga, sem og að fylgjast með áhrifum upplýsinga af þessum toga til lengri tíma. Í viðaukum skýrslunnar má sjá leiðbeingarnar og stytta einkunnaskala sem ætlaðir eru neytendum til að meta ferskleika fisks.

The aim of the project Fróðir fiskneytendur (English: Informed fish consumers) is to write guidelines about seafood with general information for consumers about quality attributes and fish handling. The purpose is to increase knowledge about fish in general, which will hopefully result in increased fish consumption and increased value of seafood. This report describes the conception and writing of the guidelines and the results from a workshop about evaluation of fish freshness and fish handling, held for consumers. Eight consumers received a lecture about fish handling and sensory quality of cod. They were trained to evaluate the freshness of raw- and cooked cod fillets of different storage time, using short sensory grading schemes. The consumers were also asked to grade the fillets according to their liking. In addition, the participants were asked for comments on the guidelines and the grading schemes and to evaluate if the topic in the workshop was useful. The results indicated that the guidelines and sensory grading schemes for freshness evaluation were useful for consumers. After the workshop, the consumers felt more confident about evaluating fish, thought they would enjoy fish meals more than before and would buy fish more often.

Skoða skýrslu