Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2007 og 2008 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2007 and 2008

Útgefið:

01/08/2009

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Sasan Rabieh, Hulda Soffía Jónasdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti & Sjávarútvegsráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2007 og 2008 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2007 and 2008

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2007 og 2008. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2008 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2007. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er gögnum safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2007 and 2008. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began 1989. Matís ohf is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at the Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2008 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2007. Marine monitoring began in Iceland 1989.

Skoða skýrslu