Þessi skýrsla inniheldur helstu tilraunaniðurstöður úr verkefninu SeaCH4NGE-PLUS. Í stuttu máli sýndi skimun á efnainnihaldi u.þ.b. 20 þörungategunda sem safnað var á Íslandi 2020 og 2021, ekki fram á brómóformríkt þang, en bromoform ríkt þang getur haft metan minnkandi áhrif þegar það er gefið nautgripum. Sýni af brúnþörungum voru gjarnan há í fenólinnihaldi, sem bendir til mikils flórótanníninnihalds sem hefur verið tengt hóflegri metanlækkun. Rannsóknir á Asparagopsis þörungum. gaf til kynna að þau sýni gætu haft stutt geymsluþol, en áhrif voru minni en reiknað var með. Gerjun getur haft lítilleg jákvæð áhrif á metanframleiðslu (þ.e.a.s. dregið aðeins meira úr framleiðslu), en útdráttur af flórótannínum hafði ekki afgerandi áhrif á metanframleiðslu. Þessi skýrsla er lokuð til 31.12.2023.