Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – Notkun myndgreiningar til að meta hryggsúlugalla strax á lirfustigi þorskeldis / Development of analytical methods – The use of image analysis for detection of spinal deformities of fish larvae
Rannsóknir hafa sýnt að mikill munur er á gæðum matvara eftir uppruna þeirra og mismunandi meðhöndlun og því mikilvægt að geta fylgst með gæðum vinnsluhráefna og matvöru með sem auðveldustum og áreiðanlegustum hætti. Myndgreining er mjög áhugaverður kostur sem getur gefið upplýsingar sem eru aðgengilegar og sýna vel uppbyggingu vefja og áhrif mismunandi þátta á samsetningu og eiginleika afurða. Ýmiskonar gallar eru algeng vandamál í þorskeldi og talið er að þetta geti m.a. takmarkað vaxtarmöguleika og valdið auknum afföllum. Beinagrindargallar s.s. hausfetta koma ekki í ljós fyrr en á seinni stigum lirfueldis og því mikilvægt að þróa auðvelda aðferð til greiningar fyrr í ferlinu. Við myndgreiningu á þorsk‐ og lúðulirfum var stuðst við litunaraðferð með tvöfaldri litunarlausn þar sem bein og brjósk eru lituð (Alazarin red og Alcian blue). Ýmsar útgáfur voru prófaðar við aðlögun aðferðarinnar sem reyndist nauðsynlegt til þess að fá sem skýrasta mynd af útliti hryggsúlunnar. Best reyndist að lita yfir lengri tíma (yfir nótt) en lengja þarf aflitunar tímann (bleaching) frá upphaflegri aðferðalýsingu til að minnka lit í holdinu. Niðurstöður gefa vísbendingar um að myndgreining sé góð aðferð til að meta gæði lirfa og best sé að lita eingöngu beinin því brjósk í uggum og andliti geta skyggt á efsta hluta hryggsúlunnar.
Research reveal variable quality of food products, depending on the origin, processing and other treatment of the product. Hence, it is considered of importance to be able to easily monitor the quality of the raw material. Image analysis is considered an interesting choice of analytical method which allows detection of tissue structures and analysis of the effects of various factors on tissue structure and various quality parameters. Various deformities are commonly observed in aquacultured fish and may limit growth and contribute to reduced survival. Spinal deformities do not appear until late during the larval stages and therefore it is important to develop an accessible method for early detection of these deformities. Cod and halibut larvae were analyzed using image analysis following double staining of bone and cartilage (Alazarin red and Alcian blue). Various adjustments of the method were tested in order to get a clear view of the spinal cord. The most successful results were obtained when staining was carried out overnight and the bleaching time extended in order to minimize staining of the flesh. The results indicate that image analysis using staining is practical for detection of spinal deformities of fish larvae. The most successful results were obtained using staining of only the bone tissue as staining of the cartilage as well would predominate the uppermost part of the spine.