Skýrslur

Fæðubótarefni úr íslensku þangi / Functional ingredients from Icelandic seaweed

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Jóna Freysdóttir, Patricia Hamaguchi, Halldór Benediktsson, Annabelle Vrac, Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Fæðubótarefni úr íslensku þangi / Functional ingredients from Icelandic seaweed

Markmið rannsóknarinnar var að þróa vinnslu á fæðubótarefnum úr íslensku þangi með því að hámarka útdrátt og hreinsunarferil lífefna og mæla lífvirkni þeirra. Bóluþangi var safnað mánaðarlega í eitt ár og efnainnihald og lífvirkni mæld í tilraunaglösum og í frumukerfum. Vinnsla fjölfenóla var sköluð upp og geymsluþol rannsakað. Árstíðabundin sveifla í C‐vítamín innihaldi var mjög skýr og náði hámarki um sumarið. Einnig var mikill munur á magni joðs sem var mun hærra um veturinn samanborið við sýni tekin um sumarið. Andoxunarvirkni fjölfenóla var mjög há, bæði mæld sem ORAC og DPPH og í frumum. Niðurstöður rannsókna í angafrumlíkani benda eindregið til bólguhemjandi áhrifa fjölfenóla úr bóluþangi. Magn fucoxanthins mældist að meðaltali lægst um sumarið en hæst um veturinn þó munurinn væri ekki marktækur. Fucoxanthin úr þangi safnað í janúar og júlí mældist með 90% og 80% andoxunarvirkni í frumum.   Niðurstöður þessa verkefnis sýna eindregið að vel kemur til greina að vinna lífvirk efni úr bóluþangi í fæðubótarefni.

The aim of the project was to develop functional ingredients from brown seaweed (Fucus vesiculosus) for use in nutraceutical and functional foods by optimizing extraction of bioactive compounds and characterize their properties to demonstrate possible health benefits. Fucus vesiculosus was collected monthly for one year for chemical characterization and to study bioactivity using in‐vitro chemical and cellular tests. The polyphenol extraction process was scaled up and shelf life of the extract studied. The seasonal variation in vitamin‐C content was clear reaching maximum level during the summer. A large difference was seen in the iodine content which was much higher in the winter compared to the summer.   The antioxidant activity of the polyphenols was high, measured as ORAC and DPPH and in cell models. The dendritic cell (DC) model showed indications of anti‐inflammatory effect of polyphenols. The amount of fucoxanthin was on average lowest in the summer but highest in the winter. Cellular antioxidant activity of fucoxanthin samples from January and July was 90% and 80%, respectively.    The results of this project indicate that it is feasible to produce functional ingredients from Icelandic seaweed.

Skýrsla lokuð til 01.01.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Evaluation of antibacterial and antioxidative properties of different chitosan products

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Patricia Yuca Hamaguchi, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS (contract R 11 074‐11)

Evaluation of antibacterial and antioxidative properties of different chitosan products

Í þessari rannsókn voru kannaðir bakteríudrepandi og andoxunar‐  eiginleikar tólf mismunandi kítósanefna frá Primex ehf. Áhrif seigju/mólþunga (150‐360 KDa) og “deacetylation” stigs (A=77‐78%; B=83‐88%; C=96‐100%) á virkni efnanna voru metin. Áhrif sýrustigs (6 og 6.5) og hitastigs (7 og 17°C) á bakteríudrepandi virkni voru einnig skoðuð. Andoxunarvirkni var metin með fjórum aðferðum: oxygen radical absorbance capacity (ORAC), ferrous ion chelating ability, reducing power and DPPH radical scavenging ability. Breytileg andoxunarvirkni fannst hjá mismunandi kítósanefnum. A1 hafði mesta en í raun lítilsháttar afoxandi og bindandi eiginleika, á meðan B3 og B4 voru með hæstu ORAC gildin. Kítósanefni með 96‐100% “deacetylation” voru með mesta in vitro andoxunarvirkni, óháð þeirra mólþunga. Að sama skapi var bakteríudrepandi virkni kítósanefnanna breytileg meðal bakteríutegunda sem voru kannaðar, auk þess sem sýrustigs‐  og hitastigsáhrifin voru mismunandi. Samt sem áður fundust nokkur kítósanefni sem virkuðu vel á allar bakteríutegundir, t.d. A3‐B2‐B3‐C1.

This report evaluates twelve different types of chitosan products manufactured by Primex ehf and tested for their antibacterial and antioxidative properties in a suitable carrier solution. This study examined the effect of viscosity/molecular weight (150‐360 KDa) and degree of deacetylation (A=77‐78%; B=83‐88%; C=96‐100%) on the properties evaluated, as well as the influence of pH (6 and 6.5) and temperature (7 and 17°C) on the antibacterial activity of the chitosan products. The antioxidant activity was evaluated using four assays: oxygen radical absorbance capacity (ORAC), ferrous ion chelating ability, reducing power and DPPH radical scavenging ability. The different chitosan products had different antioxidative properties. A1 had both some reducing and chelating ability, while B3 and B4 had some oxygen radical absorbance capacity. The radical scavenging ability of high DDA (96‐100%) chitosan products was emphasized. Similarly, the antibacterial activity of the different chitosan solutions differed among the bacterial species evaluated as well as pH and temperature conditions. Nevertheless, some products demonstrated antibacterial activity towards all strains tested: mainly A3‐B2‐B3‐C1.

Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu
IS