Skýrslur

Votfóður fyrir eldisþorsk / Moist diet for farmed fish

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Jón Örn Pálsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi. Forverkefni (S 034‐05)

Votfóður fyrir eldisþorsk / Moist diet for farmed fish

Gellyfeed er samnefni fyrir tveggja þrepa framleiðsluferli á votfóðri fyrir eldisfisk. Aðferðin var þróuð með það markmið að lækka geymslu‐ kostnað og framleiða sterkar fóðurpillur.  Rannsóknir staðfesta að lútun hráefnis og geymsla í lengri tíma skaðar gæði próteina og gerir hráefnið óhæft til votfóðurgerðar. Hámarks geymslutími    fiskhráefnis í sterkt basísku ástandi er 14 dagar.  Aðferðin getur  verið gagnleg við eyðingu baktería, vírusa og sníkjudýra.    Valkostir til geymslu á hráefnum til votfóðurgerðar eru frysting og meltavinnsla. Framleiðsla votfóðurs úr aukaafurðum sem falla til á norðanverðum Vestfjörðum getur verið vænlegur kostur. Löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins bannar ekki not á aukaafurðum frá villtum þorski í fóður fyrir eldisþorsk.

Gellyfeed is a name of a two-step production process of moist diet for farmed fish. The process is developed to reduce cost of preserving by‐ products and to make a physical strong pellet. Research confirm that alkaline preserved raw material and longtime storing damage the protein quality and make the raw material not suitable to use in moist diet. Maximum storing time of alkaline preserved by‐products is 14 days. The process can be practical for eliminating harm from bacteria, viruses or parasites.   The alternative methods for storing by‐products are freezing or silage production. Moist diet produced from by‐products from the northern region of the Westfjords in Iceland seems to be economically promising option. The legislation from the European Union does not forbid using by‐ products from wild cod as a raw material in production of moist diet.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Einangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úr vannýttum tegundum sjávarlífvera – undirbúningur og myndun tengslanets

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Sigurður Vilhelmsson, Guðmundur Gunnarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Einangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úr vannýttum tegundum sjávarlífvera – undirbúningur og myndun tengslanets

Í þessu forverkefni var unnið að undirbúningi stofnun miðstöðvar í Vestmannaeyjum sem mun sérhæfa sig í rannsóknum, vinnslu og markaðsetningu afurða unnum úr aukaafurðum fiskvinnslu og vannýttum tegundum. Markmið til langs tíma er að hefja vinnslu á lífvirkum efnum úr sjávarfangi. Til að brúa bilið frá hráefnisöflun yfir í sérhæfða vinnslu á lífvirkum efnum var gert ráð fyrir að miðstöðin byrji á verkefnum sem auka verðmæti aukaafurða. Myndað var tengslanet sem ætlað er að tryggja uppbyggingu á færni og þekkingu varðandi vinnslu á líf- og lyfjavirkum efnaformum. Tengslanetið leiddi saman bæði erlenda og innlenda vísindamenn og hagsmunaaðila. Sendar voru umsóknir um samstarfsverkefni til Nordforsk og NORA-sjóðsins auk umsóknar til AVS-sjóðsins með fyrirtækjum á Íslandi um slógmeltu- vinnslu, virðisauka og vöruþróun. Einnig tókst að koma þessum áherslum inn tillögur að Vaxtarsamningi Suðurlands sem var undirritaður í október 2006. Samstarfið mun halda áfram og stefnt er að því að koma á stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum um lífvirkni í sjávarfangi. Þar er sérstaklega horft til 7. rammaáætlunar EB. Eins vinnur hópurinn að því að fara yfir stöðu þekkingar og færni hvers fyrir sig og í framhaldinu er stefnt á birtingu ritrýndar yfirlitsgreinar um lífvirk peptíð í sjávarfangi.

The foundation of a R&D center in Vestmannaeyjar for utilizing marine byproducts by turning them into commercial viable products was prepared. The aim of the center is to establish state of the art of the processing of bioactive compounds from marine by-products and underutilized species. A small Nordic knowledge network to build competence and skills regarding bio processing of bio- and pharmaceutically active compounds was also established. The network now consists of scientists and industry related stakeholders from Norway, Scotland, Finland and Iceland. The network partners have decided to work together on joint international grant applications for R&D projects in marine bioprocessing. The network is currently comparing resources of knowledge and subsequently the aim is to publish a peer reviewed state of the art review of marine bioactive peptides.

Skoða skýrslu
IS