Skýrslur

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, V 026‐12

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

MPF Ísland og Matís hafa á undanförnum árum þróað vinnsluferli í verksmiðju á einangruðum próteinum úr beinamarningi. Í þessu verkefni var lokið við uppskölun á framleiðslu á surimi og framleiðslu á surimiafurð, Fiskitófu. Gæði og geymsluþol afurða var kannað. Einnig var framkvæmd markaðsrannsókn á surimimarkaði og markaðssetning á fiskitófu hafin. Markaðsrannsókn leiddi í ljós að miklar sveiflur hafa verið á verði surimi og surimiafurða á heimsmarkaði á undanförnum árum. Afurðin sem framleidd var í þessu verkefni, Fiskitófu, passar mjög vel inn á vaxandi hluta markaðarins fyrir nýjar og nýstárlegar afurðir. Geymsluþols‐rannsóknir sýndu að geymsluþol fyrir tilbúið Fiskitófu er yfir 4 vikur í kæli og fyrir surimi a.m.k. 6 mánuðir í frysti. Að lokinni kynningu á fiskitófu hafa veitingastaðir óskað eftir að fá sýni til nánari skoðunar sem nú stendur yfir.

MPF Iceland and Matis finished scale up for the production of surimi and surimi seafood ‐ FishTofu. Quality parameters and shelf life of products were evaluated, market analysis performed and marketing of products was started. Marketing analysis showed that for the past few years there have been drastic price swings in the surimi and surimi seafood products. There is an increasing opportunity for high quality surimi seafood with health promoting properties and novel products like FishTofu. Shelf life analysis showed that the fish tofu has at least 4 weeks shelf life at cold temperatures and surimi at least 6 months shelf life in a freezer. Marketing of fish tofu started well and several restaurants have asked for samples for trying.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS ‐ V 11 025‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Markmiðið verkefnisins var að þróa nýja afurð hjá MPF Íslandi í Grindavík úr aukahráefni fisks sem nýtist í brauðvörur. MPF setur sér það markmið að selja próteinið til bökunarvöruframleiðenda, innanlands sem erlendis, og þar með tryggja atvinnu og nýsköpun í sinni heimabyggð.   Þrjár mismunandi gerðir af þurrkuðum próteinafurðum voru þróaðar. Prófanir voru gerðar við að blanda þeim í mismiklu magni í brauð þar sem allt að 20% af hveiti var skipt út fyrir prótein. Ágætis afurðir fengust en þóttu ekki nægjanlega góðar til markaðssetningar. Næst var þróað hrökkbrauð með fiskpróteinum sem þóttu einstaklega góð og fengu jákvæða umsögn við neytendakönnun. Ennþá er ólokið að skala upp þurrkunarferli til að hægt sé að ljúka við markaðssetningu á hinni nýju próteinafurð.

The aim of the project was to develop new protein product for use in baked goods including bread from by‐products from fish production. The goal is to sell protein to producers of bakery goods both in Iceland as well as abroad and in so doing strengthening the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland. Three different fish protein products were developed. They showed good results when used instead of wheat in bread. Good bread was developed but the quality was not of that caliber that was aimed for. On the other hand, good quality rye‐crisp bread was developed that received good reviews in consumer research. A good drying process is though still lacking before marketing of the protein product can start.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu
IS