Skýrslur

Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís ‐ RAN090915‐1790

Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum

Markmið verkefnisins var að þróa og setja upp nýjan vinnsluferil til að framleiða hágæða lífvirkar surimiafurðir úr vannýttu og ódýru hráefni. Það er mikill skortur á hágæða surimi í heiminum og einnig mjög vaxandi eftirspurn eftir afurðum með lífvirkni og heilsubætandi áhrif. Því er mikið tækifæri núna fyrir Ísland að hasla sér völl á þessum markaði. Í verkefninu var ferillinn hámarkaður og eiginleikar afurðarinnar mældur og staðfestur af viðskiptavinum. Nýjar aðferðir og blöndur voru þróaðar til að framleiða nýja afurð, lífvirktsurimi, með áherslu á vörursem geta stuðlað að bættri heilsu neytenda. Nú er því mögulegt að setja í gang surimiframleiðslu sem getur leitt af sér fleiri störf, aukinn fjölbreytileika í framleiðslu sjávarafurða á Íslandi og aukningu gjaldeyristekna.

The overall objective of this project was to develop and commercialize a highly novel protein recovery process to produce high value and high quality bioactive surimi and surimi seafood products from low value and underutilized Icelandic raw materials. On world bases, there is a need for high quality surimi and furthermore an increasing demand for bioactive and “health‐ promoting” products. In the project the process was optimized, product properties measured and confirmed by future byers. It´s now possible to start production in Iceland on bioactive surimi that will lead to increased value, more jobs and diverse new products from the Icelandic fishing industry.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, V 026‐12

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

MPF Ísland og Matís hafa á undanförnum árum þróað vinnsluferli í verksmiðju á einangruðum próteinum úr beinamarningi. Í þessu verkefni var lokið við uppskölun á framleiðslu á surimi og framleiðslu á surimiafurð, Fiskitófu. Gæði og geymsluþol afurða var kannað. Einnig var framkvæmd markaðsrannsókn á surimimarkaði og markaðssetning á fiskitófu hafin. Markaðsrannsókn leiddi í ljós að miklar sveiflur hafa verið á verði surimi og surimiafurða á heimsmarkaði á undanförnum árum. Afurðin sem framleidd var í þessu verkefni, Fiskitófu, passar mjög vel inn á vaxandi hluta markaðarins fyrir nýjar og nýstárlegar afurðir. Geymsluþols‐rannsóknir sýndu að geymsluþol fyrir tilbúið Fiskitófu er yfir 4 vikur í kæli og fyrir surimi a.m.k. 6 mánuðir í frysti. Að lokinni kynningu á fiskitófu hafa veitingastaðir óskað eftir að fá sýni til nánari skoðunar sem nú stendur yfir.

MPF Iceland and Matis finished scale up for the production of surimi and surimi seafood ‐ FishTofu. Quality parameters and shelf life of products were evaluated, market analysis performed and marketing of products was started. Marketing analysis showed that for the past few years there have been drastic price swings in the surimi and surimi seafood products. There is an increasing opportunity for high quality surimi seafood with health promoting properties and novel products like FishTofu. Shelf life analysis showed that the fish tofu has at least 4 weeks shelf life at cold temperatures and surimi at least 6 months shelf life in a freezer. Marketing of fish tofu started well and several restaurants have asked for samples for trying.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Einangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úr vannýttum tegundum sjávarlífvera – undirbúningur og myndun tengslanets

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Sigurður Vilhelmsson, Guðmundur Gunnarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Einangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úr vannýttum tegundum sjávarlífvera – undirbúningur og myndun tengslanets

Í þessu forverkefni var unnið að undirbúningi stofnun miðstöðvar í Vestmannaeyjum sem mun sérhæfa sig í rannsóknum, vinnslu og markaðsetningu afurða unnum úr aukaafurðum fiskvinnslu og vannýttum tegundum. Markmið til langs tíma er að hefja vinnslu á lífvirkum efnum úr sjávarfangi. Til að brúa bilið frá hráefnisöflun yfir í sérhæfða vinnslu á lífvirkum efnum var gert ráð fyrir að miðstöðin byrji á verkefnum sem auka verðmæti aukaafurða. Myndað var tengslanet sem ætlað er að tryggja uppbyggingu á færni og þekkingu varðandi vinnslu á líf- og lyfjavirkum efnaformum. Tengslanetið leiddi saman bæði erlenda og innlenda vísindamenn og hagsmunaaðila. Sendar voru umsóknir um samstarfsverkefni til Nordforsk og NORA-sjóðsins auk umsóknar til AVS-sjóðsins með fyrirtækjum á Íslandi um slógmeltu- vinnslu, virðisauka og vöruþróun. Einnig tókst að koma þessum áherslum inn tillögur að Vaxtarsamningi Suðurlands sem var undirritaður í október 2006. Samstarfið mun halda áfram og stefnt er að því að koma á stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum um lífvirkni í sjávarfangi. Þar er sérstaklega horft til 7. rammaáætlunar EB. Eins vinnur hópurinn að því að fara yfir stöðu þekkingar og færni hvers fyrir sig og í framhaldinu er stefnt á birtingu ritrýndar yfirlitsgreinar um lífvirk peptíð í sjávarfangi.

The foundation of a R&D center in Vestmannaeyjar for utilizing marine byproducts by turning them into commercial viable products was prepared. The aim of the center is to establish state of the art of the processing of bioactive compounds from marine by-products and underutilized species. A small Nordic knowledge network to build competence and skills regarding bio processing of bio- and pharmaceutically active compounds was also established. The network now consists of scientists and industry related stakeholders from Norway, Scotland, Finland and Iceland. The network partners have decided to work together on joint international grant applications for R&D projects in marine bioprocessing. The network is currently comparing resources of knowledge and subsequently the aim is to publish a peer reviewed state of the art review of marine bioactive peptides.

Skoða skýrslu
IS