Skýrslur

Leit að bætibakteríum / Searching for putative probionts in the production system of halibut larvae

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Eyrún Gígja Káradóttir (MS nemi), María Pétursdóttir, Jennifer Coe, Heiðdís Smáradóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís (2006-2008) / Technology Development Fund of Rannís, the Icelandic Centre for Research (2006-2008)

Leit að bætibakteríum / Searching for putative probionts in the production system of halibut larvae

Heildarmarkmið verkefnisins er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun með notkun bætibaktería. Við samsetningu bætibaktería fyrir fisk hefur gjarnan verið horft til eldis hlýsjávartegunda og hafa þær bakteríutegundir sem notaðar hafa verið reynst ná illa fótfestu við þær umhverfisaðstæður sem um ræðir í eldi kaldsjávartegunda eins og t.d. lúðu. Í þessu verkefni er leitað að og borin kennsl á bakteríur sem eru ríkjandi í lúðulirfum úr eldiseiningum sem gengið hafa vel m.t.t. afkomu og gæða myndbreytingar lirfa. Gerðar voru rannsóknir á eiginleikum einangraðra bakteríustofna m.t.t. vaxtarhamlandi áhrifa á þekkta sýkingarvalda fyrir fisk svo og ríkjandi bakteríutegunda úr lúðulirfum í eldiseiningum þar sem afkoma og gæði lirfa reyndust undir meðallagi. Einangraðar voru ríkjandi bakteríur úr lirfum í öllum eldiseiningum Fiskey hf. á tveimur mismunandi tímabilum auk þess sem sýni voru tekin úr seiðum í útflutningsstærð. Niðurstöður rannsókna á vaxtarhamlandi áhrifum einangraðra stofna leiddu í ljós 18 bakteríustofna sem reyndust hindra vöxt þekktra sýkingarvalda og/eða bakteríustofna sem einangraðir höfðu verið úr eldisumhverfi lirfa. Niðurstöður raðgreininga leiddu í ljós góða samsvörun við 6 mismunandi bakteríutegundir. Í framhaldinu verður meðhöndlað með valinni blöndu bætibaktería á fyrstu stigum lúðueldis.

The overall aim of this project is to use probiotic bacteria to promote increased survival of halibut larvae during first feeding. Previous studies indicated that the microbial load of larvae and their environment represents a problem and the objective of this project was to search for possible candidates for probiotic bacteria to promote survival and growth of larvae use during the first and most sensitive phase of the production. Potential probiotic strains were selected on the basis of dominance in the gut of larvae from production units with successful growth, development and survival. The growth inhibiting activity was tested against known fish pathogens as well as bacteria dominating the intestinal community of larvae from production units with poor overall success. We isolated dominating bacteria in the gut of larvae from all production units of two different spawning groups at Fiskey Ltd. and also from export-size fingerlings. Growth inhibition studies revealed 18 bacterial isolates that inhibited growth of known fish pathogens and/or dominating bacterial isolates from the gut of larvae of an overall poor quality. 16S rRNA sequencing revealed a reasonable correlation to 6 bacterial species and presently. As a next step, halibut eggs and larvae will be treated with selected strains to test their potentiality as probionts during the first production stages of halibut aquaculture.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería / Treatment of halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) eggs and larvae using putative probionts isolated from the production system

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Eyrún Gígja Káradóttir, Eydís Elva Þórarinsdóttir, María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís (2006-2008) / Technology Development Fund of Rannís, the Icelandic Centre for Research (2006-2008)

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería / Treatment of halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) eggs and larvae using putative probionts isolated from the production system

Markmið verkefnisins í heild sinni er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun og nota til þess umhverfisvænar aðferðir þar sem hrogn og lirfur eru meðhöndluð með nýrri blöndu bætibaktería sem einangraðar hafa verið úr eldisumhverfi lúðulirfa. Mikil afföll verða á fyrstu stigum lúðueldis og því mikilvægt að skapa ákjósanlegt umhverfi á þessum fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins. Notkun bætibaktería er ein leið til þess en bætibakteríur geta með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á hýsil sinn, s.s. komið í veg fyrir að óæskilegar bakteríur nái fófestu í meltingarvegi hans, örvað ónæmissvörun og bætt jafnvægi í meltingarvegi hans. Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir í eldisstöð Fiskeyjar hf. þar sem meðhöndlað var með blöndu bætibaktería á mismunandi stigum eldisins. Áhrif meðhöndlunar voru metin m.t.t. afkomu og gæða hrogna og lirfa en samsetning bakteríuflóru eldisins var einnig skoðuð. Bætibakteríum var bætt út í eldisumhverfi hrogna en lirfur voru meðhöndlaðar í gegnum fóðurdýrin. Helstu niðurstöður benda til þess að meðhöndlun með nýrri blöndu bætibaktería geti haft áhrif á samsetningu bakteríuflóru hrogna, lirfa og fóðurdýra þeirra en að meðhöndla þurfi tíðar en gert var í rannsókninni ef viðhalda á áhrifum til lengri tíma. Endurtekin meðhöndlun á hrognastigi virtist lækka tíðni gallaðra kviðpokalirfa auk þess sem meðhöndlun frá upphafi frumfóðrunar virtist hafa jákvæð áhrif á afkomu lirfa í lok frumfóðrunar.

Poor survival of larvae during the first feeding phases calls for measures to create optimal environmental conditions during the first and most sensitive phases of the larval production. The overall aim of the project was to promote increased survival and quality of halibut larvae, using putative probionts isolated from halibut production units. Probiotic bacteria can affect their host in various ways, e.g. by preventing the attachment of unfavourable bacteria, stimulating the immune system and promoting increased stability in the gastrointestinal tract. In this project three separate experiments were carried out at a commercial halibut farm, Fiskey Ltd. in Iceland. Different treatment schedules were used for treatment of eggs from fertilization and larvae throughout first feeding. A mixture of equal concentration of three selected strains was added to the tank water environment of eggs or through grazing of the live feed. The effects of treatment were evaluated with respect to the overall success of eggs and larvae as well as with respect to chances in the bacterial community structure. The results indicate that treatment may affect the bacterial community of eggs, larvae and live feed but more frequent treatments seem to be needed than examined in the present study. Repeated treatment of eggs resulted in reduced incidence of jaw deformation (gaping) amongst yolk sac larvae and treatment from the onset of exogenous feeding resulted in improved survival of larvae compared to sibling tank units.

Skoða skýrslu
IS