Skýrslur

Vinnsluferill línuveiðiskipa / Processing in line boats

Útgefið:

01/10/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Albert Högnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Vinnsluferill línuveiðiskipa / Processing in line boats

Verkefni þetta er samstarfsverkefni eftirtalinna fyrirtækja; Matís ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og 3X Technology. Markmið verkefnisins er að bæta vinnsluferla línuveiðiskipa með það fyrir augum að lækka kostnað við vinnsluna, auka vinnuhagræði og gæði afurða. Afrakstur þessarar skýrslu er: Hönnun vinnsluferils um borð í línuskipum, afrakstursskýrsla. Tilraunaskýrsla um uppþíðingu á beitu, saury, smokk og síld. Og frumdrög að hönnun sjálfvirks lestarkerfis um borð í línuskipi. Helstu niðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi: Mikil hagræðing felur í sér að þíða beituna upp í svokölluðum snigiltönkum, þíðingartíminn mun minnka úr 17 tímum niður í ca 2 – 3 tíma. Í stað þess að taka beituna út 17 tímum fyrr þá er matað beint í uppþíðingarkarið úr beitufrystinum. Mikill tímasparnaður næst fram með þessari aðferð. Tilraunir sýna fram á að fiskur sem fær að blæða út í ca 10‐15min við mikil vatnsskipti, er svo slægður og síðan kældur niður í núll gráður á ca 20‐25 min í krapakari (snigilkari) nær bestum gæðum m.t.t litar og los flaksins. Hannað var sérstakt vinnsluferli um borð í línuskipum sem tekur á þessum gæðastimplum. Einnig voru hönnuð frumdrög að sjálfvirku lestarkerfi um borð í framtíðar línuskipi. Tilgangur slíks kerfis er sá að hafa engan lestarmann niðri í lest heldur er raðað og flokkað uppi á vinnsludekkinu í körin. Síðan fer karið í þar til gerða karalyftu, sem var einnig hönnuð í þessu verkefni, niður í lest og á sérstök lestarbönd sem færa karastæðuna á viðkomandi stað í lestinni.

This project is a collaboration work between; Matis ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hradfrystihusið Gunnvör hf and 3X Technology. The object of this project is to improve the process in line boats by reducing production costs, improve work conditions and product quality. The projects payoff is; Design of processing line onboard line boats, payoff report. Experiment report about thawing of bait, Saury, Cuttle and Herring. Also preliminary design of automatic system for loading boxes from holds in line boats. The primary results from this report are following: A great increase in efficiency is by thawing the bait in so called screw tanks, the thawing time reduced from 17 hours (current thawing method) down to appr. 2 – 3 hours. Instead of taking the bait out of the freezer 17 hours before use, the screw tank is feed from the freezer simultaneously. Previous experiments show that when the fish is bleeded for appr. 10‐15 minutes, and then gutted and afterwards cooled down to zero degree on Celsius for approx. 20‐25 minutes in a special screw tank filled with slush gives increased fish quality. A special processing trail was designed for lineboats which takes into account this quality.

Skoða skýrslu

Skýrslur

“Feitt er agnið” – beita úr aukaafurðum / Bait from fishery byproducts

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Soffía Vala Tryggvadóttir, Margrét Bragadóttir, Haraldur Einarsson, Höskuldur Björnsson, Sveinbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

“Feitt er agnið” – beita úr aukaafurðum / Bait from fishery byproducts

Markmið verkefnisins var að þróa og framleiða samsettar beitur fyrir línuveiðar úr vannýttu hráefni með nýþróaðri snjótækni sem fengist hefur einkaleyfi fyrir. Efnasamsetning beituhráefnis og notkun þörunga sem þráavörn í beitu var skoðuð, auk þess sem framkvæmdar voru veiðitilraunir. Í tengslum við verkefnið var beitningavél hönnuð og smíðuð og tilraunir sem gerðar voru með hana vorið 2007 enduðu með 97% beitingu. Notkun þörunga sem andoxunarefni í beitu skilaði ekki miklum árangri. Beitan var töluvert þránuð strax í upphafi geymslutilraunar svo líklegast náðu þörungarnir ekki að virka sem skildi. Íshúðun með C-vítamíni virtist gefa einhverja vörn, þó svo lofttæmdar umbúðir skipti mestu máli. Töluvert af tilraunum sem voru gerðar á beitunni miðuðu að því að bera beituna saman við hefðbundna beitu úr sama efni. Yfirleitt fékkst minni afli á pokabeituna sem rekja má að hluta til geymslu, en vanda þarf meira til geymslu á pokabeitu en hefðbundinni beitu. Þessar tilraunir miða að því að athuga hvort pokabeitan virki að einhverju leyti fráhrindandi á fisk sem nálgast hana. Við túlkun á niðurstöðum verður hins vegar að hafa í huga að nota má hráefni í pokabeitu sem ekki er hægt að nýta í hefðbundna beitu, betri nýting fæst á beituhráefni og líklega er best að pokabeitan fari frosinn í sjóinn. Undir lok verkefnisins bentu veiðitilraunir til þess að pokabeita gæfi svipaða veiði og hefðbundin beita. Í síðustu veiðiferðinni sem farin var í nóvember 2006 fékkst betri ýsuafli á pokabeitu en venjulega beitu, en galli á uppsetningu tilraunar rýrir nokkuð sannleiksgildi niðurstöðunnar. Auk þess gaf C-vítamínbætt pokabeita heldur meiri afla en pokabeita án C-vítamíns.

The aim of the project was to develop and produce effective bait for long line fishing from under-utilized raw material using newly developed snow technology that has been patented. The chemical composition of bait raw material and the use of seaweed as an antioxidant in the bait were studied and fishing experiments were done. In connection with the project a baiting machine was designed and produced. Experiments using the machine gave 97% of baited hooks. The use of seaweed as an antioxidant was not successful. The antioxidant activity of the seaweed was probably limited because the bait raw material was already oxidized in the beginning of the storage study. Icing the bait with vitamin C did give some protection although the most important factor seems to be the vacuum packaging. The aim of the fishing experiment was to study the attractiveness of the artificial bait. Most of the fishing experiments were done by studding the artificial bait against the traditional bait using the same raw material. The catch was often less from the artificial bait compared to traditional bait. This can possibly be explained by lower storage stability of the artificial bait due to oxidation. Using artificial bait mainly based on waste from fish processing plants and/or pelagic fish instead of expensive traditional bait material is however promising. The latest fishing experiments showed better results given similar catch for both the artificial and traditional bait. In the last experiment in November 2006 the haddock catch was better for the artificial bait that the traditional bait although it has to be mentioned that the experimental design was incomplete. Artificial bait with vitamin C added gave also better result than the artificial bait without vitamin C.

Skoða skýrslu
IS