Skýrslur

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Útgefið:

27/05/2016

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Sæmundur Sveinsson, Sigríður Dalmannsdóttir, Peter Martin, Jens Ivan í Gerðinum, Vanessa Kavanagh, Aqqalooraq Frederiksen, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

NORA, the Nordic Atlantic Cooperation. NORA project number 515-005

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Verkefni um kornrækt á norðurslóðum var unnið á tímabilinu 2013 til 2015. Verkefnið var styrkt af Norræna Atlantssamstarfinu (NORA). Þátttakendur komu frá Íslandi, N-Noregi, Færeyjum, Grænlandi, Orkneyjum og Nýfundnalandi. Tilgangurinn með verkefninu var að styðja við kornrækt á strjálbýlum norrænum svæðum með því að prófa mismunandi byggyrki og koma með leiðbeiningar fyrir bændur og matvælafyrirtæki. Efnilegustu byggyrkin (Kría, Tiril, Saana, Bere, NL) voru prófuð hjá öllum þátttakendum og mælingar gerðar á uppskeru og gæðum. Magn bygguppskeru var breytilegt milli svæða og ára. Meðal sterkjuinnihald þurrkaðs korns var 58% en það er nægjanlegt fyrir bökunariðnað. Sveppaeiturefni (e. Mycotoxin) greindust ekki í þeim sýnum sem send voru til greiningar. Ályktað var að kornsáninng snemma væri mikilvægasti þátturinn til að stuðla að góðri kornuppskeru á NORA svæðinu. Einning er mikilvægt að skera kornið snemma til að koma í veg fyrir afföll vegna storma og fugla.

A project on the cultivation of cereals in the North Atlantic Region was carried out in the period 2013 to 2015. The project was supported by the Nordic Atlantic Cooperation (NORA). Partners came from Iceland, NNorway, Faroe Islands, Greenland, Orkney and Newfoundland. The purpose of the project was to support cereal cultivation in rural northern regions by testing barley varieties and providing guidelines for farmers and industry. The most promising barley varieties (Kria, Tiril, Saana, Bere and NL) were tested in all partner regions for growth and quality characteristics. Grain yields were very variable across the region and differed between years. Average starch content of grain was about 58% which is sufficient for the baking industry. Mycotoxins, toxins formed by certain species of mould, were not detected in selected samples. Early sowing was concluded to be the most important factor for a successful cereal production in the North Atlantic region. Early harvest is recommended in order to secure the harvest before it becomes vulnerable to wind and bird damages, even though the grain will be slightly less mature.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food ‐ Quality, chemical composition and consumer view

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þóra Valsdóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Þór Pétursson, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food – Quality, chemical composition and consumer view

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands var á árunum 2009 til 2011 unnið verkefni um innlent korn til matvælaframleiðslu. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni notkun á innlendu korni í matvæli. Í þessum tilgangi voru settar saman gæðakröfur fyrir bygg og tekið var saman efni um innra eftirlit fyrir handbækur kornbænda. Einnig voru gerðar efnamælingar á innlendu korni, stutt var við vöruþróun úr korni og viðhorf neytenda til innlenda byggsins voru könnuð. Gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar eru settar fram og er þeim ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum. Almennan texta um innra eftirlit kornræktenda má staðfæra fyrir einstök býli. Samkvæmt efnamælingum var sterkja í innlenda korninu ekki verulega frábrugðin því sem mældist í innfluttu korni. Mikið var af trefjum í innlenda korninu. Styrkur þungmálma í korni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli var mjög lágur.

A project on the use of Icelandic grain crops for food production was carried out at Matis and the Agricultural University of Iceland in 2009 to 2011. The purpose of the project was to support the increasing use of domestic cereal grain crops for production of foods. To enable this, quality requirements were developed for barley and a handbook on internal control was written for barley processing at a farm. Proximates and inorganic elements were measured, product development was supported and finally the view of consumers towards Icelandic barley was studied.   Quality requirements for barley to be used for food and alcoholic drinks were developed as a frame of reference for businesses. The text for internal control can be adapted for individual farms. The starch in Icelandic grain crops was similar to that of imported crops. The Icelandic grain crops were rich in dietary fiber. The concentrations of heavy metals in the Icelandic crops after the Eyjafjallajökull eruption were very low.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi með gagnlegri gerjun / Fish Sauce produced by useful fermentation

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Arnljótur B. Bergsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Alexandra M. Klonowski, Ásbjörn Jónsson, Loftur Þórarinsson, María Pétursdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Vaxtarsamningur Austurlands

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi með gagnlegri gerjun / Fish Sauce  produced by useful fermentation

Fisksósa er tær brúnleitur vökvi sem hefur einkennandi lykt og bragð. Fisksósu má framleiða með gerjun fiskmauks og salts með eða án viðbættra hjálparefna. Fisksósa er gjarnan notuð sem bragðbætir við matargerð. Fisksósa var framleidd með 3 aðferðum úr mismunandi hráefnum s.s. aukafurðum flakavinnslu sem og uppsjávarfiski. Sér meðhöndlað íslenskt bygg var auk annars prófað til fisksósuframleiðslu. Sýni úr fisksósum voru metin í skynmati, þ.e. bragð, lykt, litur og grugg. Efnainnihald, amínósýrusamsetning og lífvirkni sýnanna var mæld. Lagt var mat á heimtur við fisksósu framleiðslu. Viðskiptagreining fyrir fisksósu var framkvæmd. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að tekist hafi að framleiða fisksósu sem hægt er að bera saman við sósur sem seljast víða.

Fish sauce is a brownish liquid with distinctive odour and flavour. Fish sauce can be produced with fermentation w./w.o. added enzymes. Fish sauce is commonly used as condiment. Fish sauce was produced by 3 methods from various raw materials e.g. by‐products of fillet production and pelagic species. Koji developed from Icelandic barley was used in trials of fish sauce preparation. Samples of fish sauces went through sensory analyses. Chemical content, free amino acid proportion and bioactivity of the samples were measured. Yield in fish sauce preparation was estimated and business plan was drafted. Results indicate that preparation of fish sauce similar to commonly traded products was successful.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni / Development of bakery products made out of Icelandic corn

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni / Development of bakery products made out of Icelandic corn

Markmið verkefnisins var að þróa brauðmeti, kex og aðrar vörur eingöngu úr íslensku hráefni. Farið var í það að þróa hafrakex úr byggi. Reynt var að hafa eins hátt hlutfall af íslensku hráefni í uppskriftunum og mögulegt væri. Framleiddar voru átta tegundir af kexkökum. Þrjár þeirra voru valdar út og settar í neytendakönnun þar sem 120 manns tóku þátt. Marktækur munur fannst á tveimur þeirra bæði hvað varðaði heildareinkunn og það hvort að neytendur gátu hugsað sér að kaupa vöruna. Neytendunum var skipt upp í tvo hópa eftir neyslu þeirra á hafrakexi. Þeir sem borðuðu hafrakex tvisvar sinnum í mánuði eða oftar greindu mun á vörunum þremur og gáfu þeim hærri heildareinkunn heldur en þeir sem borðuð hafrakex sjaldnar en tvisvar sinnum í mánuði. Varan sem neytendum líkaði best við var með 67,2 % af íslensku hráefni, þar af 6,2% byggmjöl. Hins vegar var það sýni sem neytendum líkaði verst með 67,4% af íslensku hráefni, þar af 9,1% byggmjöl. Svo virðist sem eitthvert hámark sé á því hversu mikið byggmjöl má nota í kexkökurnar. Markhópurinn fyrir hafrakex með byggi eru þeir neytendur sem borða hafrakex reglulega þar sem niðurstöður sýndu að þeim líkaði í heildina betur við allar kextegundirnar.

The aim of the project was to develop bread, biscuit and other products exclusively made from Icelandic raw material. Digestive biscuits made from barley were developed. The ratio of the Icelandic raw material in the recipes was kept as high as possible. Eight types of biscuits were produced. A consumer study with 120 participants was carried out and three biscuits were chosen out of the eight in the beginning. Significant differences were found between two products regarding the overall liking of the products and if the consumer could envision that he was going to buy the product. The consumers were divided in to two groups regarding their own consumption of digestive biscuits. Those who consumed digestive biscuits two times or more per month could distinguish a difference between the three products and gave them higher scores on the overall liking then the consumer who consumed digestive biscuits rarer than two times per month. The product that the consumers liked the most had 67.2 % Icelandic raw material, thereof 6.2% barley. However, the product that the consumers liked the least had 67.4% Icelandic raw material, thereof 9.1% barley. It seems that there is some limit to how much barley can be used in the recipes for the biscuits. The target consumer group for digestive biscuits with barley are the consumers that eat digestive biscuits regularly as the finding of this study showed that they overall liked all the biscuits more.

Skoða skýrslu
IS