Skýrslur

Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina / Improved processing of dry fish proteins

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS Nr. V 11 038‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina / Improved processing of dry fish proteins

Markmið verkefnisins var að bæta framleiðsluferil sprotafyrirtækisins Iceprotein. Hjá Iceprotein hefur verið unnið að nýtingu vannýttra próteina úr fiski með ágætum árangri. Hins vegar er nauðsynlegt að bæta gæði þurrkaðra afurða.   Tilgangur þessa verkefnis var að bæta úr því og tryggja þar með áframhaldandi þróun þessa mikilvæga vaxtabrodds í Skagafirði.

The aim of the project was to improve the processing of dry fish proteins at the company Iceprotein. Iceprotein is a development company that utilizes cut‐offs from fish processing for production of value added protein products.   With this project, the aim was to improve their production and thereby strengthening this frontline company in use of fish by‐ products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Markmið verkefnisins var að rannsaka virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð sem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í verkefninu var sett upp aðstaða og þekkingar aflað til þessa hjá Matis. Þar með er talin aðferð til að mæla ACE hindravirkni ásamt búnaði til einangrunar og hreinsunar á peptíðum. Í samstarfi við Háskóla Ísland var HPLC og Maldi-Tof búnaður nýttur til að greina hvaða peptíð voru í hinum virku þáttum. Niðurstöður verkefnisins sýna að íslensk fiskprótein gætu verið mikilvæg uppspretta peptíða með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Með þeirri þekkingu og aðstöðu sem hefur verið aflað í verkefninu er hægt að þróa verðmætar fiskafurðir og heilsufæði.

The aim of this project was to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. During the project time methods and equipment to be able to do this were set up at Matis facilities. This includes method to measure ACE inhibition activity as well as filtration and fractionation units to isolate different fractions of peptides. Furthermore, peptides have been identified in the most active fraction by using HPLC and Maldi-ToF equipment in collaboration with the University of Iceland. With this extensive tool box of knowhow, equipment and facilities, development of valuable fish products and nutraceuticals from blood pressure-lowering peptides is possible. Thereby the value of the Icelandic natural resources in the sea can be increased.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kolmunni sem markfæði

Útgefið:

01/03/2008

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Rannís

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Kolmunni sem markfæði

Markmið verkefnisins var að svara rannsóknaspurningunni: Hvaða lífvirkni er hægt að fá fram hjá peptíðum unnum úr kolmunna með ensímum? Lífvirkni er forsenda þess að unnt sé að nota kolmunna sem markfæði. Sem hráefni voru notuð einangruð kolmunnaprótein. Rannsóknin sýndi að niðurbrotin kolmunnaprótein hafa lífvirkni. Hins vegar reyndust skynmatseiginleikar afurða ekki nægjanlega góðir og heimtur lágar. Var það sérstaklega sökum þess hversu erfiðlega gekk að afla fersks kolmunna sem hráefnis. Í seinni skrefum verkefnisins var því ákveðið að nota þorsk. Markmiðið var að kanna sérstaklega hvort einangruð þorskprótein höfðu aðra eiginleika en hakk m.t.t. skynmats og blóðþrýstingslækkandi eiginleika afurða. Niðurstaðan var að ekki fannst munur á þessum eiginleikum í rannsókninni. Í verkefninu var kannað samspil vatnsrofs með ensímum og vinnslueiginleikar og lífvirkni. Samspil vatnsrofs kolmunnapróteina einangruð með nýrri aðferð og lífvirkni þeirra hefur ekki verið framkvæmd áður og var þar um alþjóðlegt nýnæmi að ræða. Í verkefninu var aflað mikillar þekkingar á sviði ensímniðurbrots og lífvirknieiginleika próteinafurða.

The aim of the project was to answer the question: What kind of bioactive properties do peptides produced by enzyme hydrolysis of blue whiting have? Some sort of bioactivity is needed if they are to be used in functional food. The substrate for the hydrolysis was isolated blue whiting proteins. Well-known, commercially available enzymes were used to hydrolyse the proteins to different degrees of hydrolysis (%DH). The blue whiting hydrolysates showed bioactive properties, but their sensory characteristics were not good. Furthermore, the yield of the process was low. The reason for this was a shortage of fresh raw material. Thus, in the next steps cod was therefore used. The main aim was to study whether different sensory and bioactive characters were achieved when isolated proteins were used compared to mince. The results of the project indicate that there is no difference. In the project the connection between enzyme hydrolysis and functional and bioactive properties was examined. Main emphasis was on the effect of using isolated proteins as raw material for enzyme hydrolysis. In the project important knowledge in the field of enzyme hydrolysis and bioactivity was gained that will facilitate future research.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstingslækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Lárus Freyr Þórhallsson, Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstingslækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Í rannsóknum á peptíðum unnum úr ýmsum matvælapróteinum hafa fundist peptíð með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Íslensk fiskprótein gætu hugsanlega orðið mikilvæg uppspretta slíkra peptíða sem nýta mætti til þróunar verðmætra fiskafurða og heilsufæðis. Markmið verkefnisins er að rannsaka þessa virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð með blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í skýrslunni er greint frá fyrstu niðurstöðum á einangrun fiskpróteinpeptíða og mælinga á blóðþrýstingslækkandi áhrifum þeirra.

Various processed food proteins have been reported to include peptides with possible antihypertensive effect. Fish proteins are a potential source for such blood pressure-lowering peptides that might be used to develop valuable fish products and nutraceuticals. The aim of this project is to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. The report presents the first results regarding the isolation of fish protein peptides and their bioactive properties as ACE inhibitors.

Skoða skýrslu
IS