Vinnsluferlar smábáta / Processing in small fishing vessels
Rétt blóðgun á bolfiski getur haft umtalsverð áhrif á gæði afurða sem framleidd eru. Sýnt hefur verið fram á að mikill gæðamunur getur verið á vel blóðtæmdum fiski og illa blóðguðum, og getur þeirra áhrifa gætt eftir frystingu afurða. Í þessu verkefni var þróaður búnaður sem nota mætti í smábátum, en myndi tryggja að allir fiskar sem dregnir eru á línu fái sömu meðhöndlun og nægilegan tíma í miklum sjóskiptum meðan blóðtæming á sér stað. Farnar voru samtals þrjár ferðir með Gesti ÍS, sem er 10 tonna línubátur gerður út frá Suðureyri og gerður út af Fiskvinnslu Íslandssögu. Í síðustu ferðinni var nýr búnaður, Rotex búnaður frá 3X Technology, prófaður. Niðurstaðan lofar góðu og voru skipverjar sammála um að búnaðurinn uppfyllti allar þeirra kröfur og niðurstaða gefur greinilega vísbendingu um að gæði landaðs afla hafi batnað. Ískrapi í körum sem fiskurinn er geymdur í þar til hann er unnin, er hreinn og tær en ekki blóðblandaður og mengaður úrgangi úr maga fisksins.
Proper bleeding of cod‐fish may have a significant impact on product quality. It has been shown that proper bleeding of fish can have a great difference on product quality, even after the products have been frozen. This project was to design equipments which could be used in small fishing vessels, and would ensure that all long‐line catch would receive equal handling regarding to bleeding processes. Three trips were made on Gestur IS, which is a 10 tons long‐line fishing vessel operated from Sudureyri and run by Icelandic Saga. The third and last of this test trips, a new equipment from 3X Technology, Rotex mechanism, was tested. The result looks promising and the crew agreed that the machine meets all their requirements and the result gives a clear indication of increased quality of the catch. The slush ice in the fish tubs are kept tide and clean, and devoid of blood water and other smutch from the bleeding operation, often contaminated by guts.