Skýrslur

Íslenskt bygg til matvælaframleiðslu / Icelandic barley for food production

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal (ritstj./editor), Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Birgitta Vilhjálmsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðmundur Mar Magnússon.

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins / The Agricultural Productivity fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt bygg til matvælaframleiðslu / Icelandic barley for food production

Verkefnið „Aukin verðmæti úr íslensku byggi“ var unnið á árunum 2006 til 2008 í samstarfi Matís ohf, Landbúnaðarháskóla Íslands, byggframleiðenda og matvælafyrirtækja. Gerðar voru mælingar á næringarefnum, aðskotaefnum og örverum í bygginu. Sérstaka athygli vöktu hollustuefnin beta-glúkanar en þeir eru vatnsleysanleg trefjaefni. Öryggi byggsins var fullnægjandi samkvæmt mælingum á örverum og aðskotaefnum. Prófanir á bökun byggbrauða fóru fram í fyrirtækjum og var sýnt fram á að íslenskt bygg hentar vel í bökunarvörur. Skynmat og neytendakönnun fór fram á byggbrauðum og sambærilegum brauðum án byggs. Byggbrauðin höfðu sín sérkenni og fengu almennt góða dóma. Framleitt var byggmalt og síðan var það notað sem hráefni í bjórgerð. Það tókst að framleiða bjór af fullnægjandi gæðum en helsta vandamálið við maltframleiðsluna var lágt spírunarhlutfall byggsins. Tekin voru saman drög að gæðakröfum fyrir íslenskt bygg til framleiðslu á bökunarvörum og byggmalti.

The project “Increased value of Icelandic barley” was carried out during the years 2006 to 2008 in cooperation between Matis ohf, Agricultural University of Iceland, barley producers and food manufacturers. Nutrients, contaminants and microbes were measured in Icelandic barley. The water soluble dietary fiber, beta-glucan, was of special interest. The safety of Icelandic barley was sufficient according to measurements of contaminants and microbes. Barley was tested for bread baking and the result was that Icelandic barley can be used for bread making. Breads with and without barley were tested by sensory evaluation and consumer testing. Barley breads had special sensory properties and were well accepted. Malt was produced from Icelandic barley and used for production of beer. The beer was of good quality but the main problem with the malt production was low proportion of sprouting barley. Quality criteria were drafted for Icelandic barley for production of bakery products and malt.

Skoða skýrslu
IS