Skýrslur

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma / Seasonal variation of fatty acid composition of cod flesh

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Verkefnasjóður Sjávarútvegsins

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma / Seasonal variation of fatty acid composition of cod flesh

Í skýrslunni eru teknar saman niðurstöður mælinga á efnainnihaldi lifrar og þorskvöðva eftir árstíma og veiðislóð. Niðurstöður benda til þess að árstíðabundnar sveiflur í fituinnihaldi vöðva séu tiltölulega litlar. Öðru máli gegnir um lifur, fituinnihald hennar reyndist lægst síðari hluta vetrar og að vori. Á sama tíma var vatnsinnihald hæst.   Breytingar í efnasamsetningu lifrar voru taldar tengjast þeim sveiflum sem verða í hegðunarmynstri og líkamsstarfsemi fisksins í kringum hrygningu.

The report summarizes the results from measurements on chemical composition of liver and muscle of cod as affected by fishing grounds and seasonal variation. The results indicate that seasonal fluctuations in fat content of the muscle are relatively low. On the contrary, fat and water content in liver, varied with season. The fat content was lowest   late winter and in spring. At the same time, the highest water content in liver was observed.   These changes were explained by changes in behaviour and physiological functional of the fish in relation to the reproductive cycle.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Markmið tilraunarinnar var að bera saman ferskleika, gæði og geymsluþol undirkældra (CBC) þorskhnakka við geymslu í lofti og í loftskiptum pakkningum (MAP) við stýrt hitastig til að líkja eftir hitasveiflum við flutninga og dreifingu á Evrópumarkaði. Fylgst var með breytingum á samsetningu gassins í pakkningunum og gert skynmat og örveru‐  og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur í botnvörpu að vorlagi og unninn þremur dögum frá veiði. Tveggja daga lenging varð á ferskleikatímabili og eins dags á geymsluþoli fisks í loftskiptum pakkningum (2,7 kg í bakka) miðað við loft (3,1 kg) í frauðplasti þrátt fyrir að 0.5 °C munur hafi verið á meðalhitastigi hópanna og var lofthópurinn geymdur við lægra hitastig  (‐0.3 ± 0.9 °C). Mestu hitasveiflurnar leiddu til mestrar styttingar á ferskleika‐ tíma í loftskiptum pakkningum. Þorskhnakkar sem geymdir voru undirkældir við ‐1.1 ± 0.1 °C höfðu 13 daga geymsluþol. Niðurstöður örverutalninga og efnamælinga sýndu hversu mikilvæg Photobacterium phosphoreum er við TMA‐myndun í skemmdarferli þorskhnakka við geymslu bæði í lofti og loftskiptum pakkningum. MAP og undirkæling hægðu á og breyttu skemmdarferlinu. MAP jók drip um 2% á seinni stigum geymslunnar.

The aim of this study was to compare freshness, quality deterioration and shelf life of CBC (combined blast and contact)‐treated cod loins packaged in bulk under different atmospheres (air or modified atmosphere, MA) and stored under different temperature profiles to mimic temperature changes during transport and distribution to European markets. Sensory, chemical, microbial and headspace gas composition analyses were performed regularly. The fish was caught by trawler in the spring and processed 3 days post catch. Following simulation of current sea freight conditions and distribution to European markets, a 2‐day and 1‐day increase in freshness period and shelf life of MA‐packaged fish (2.7 kg in trays), respectively, was observed compared to air‐stored loins (3.1 kg in EPS boxes). This is despite a mean product temperature difference of 0.5 °C between the products, being lower (‐0.3 ± 0.9 °C) for air‐stored fish. Abusive conditions had the greatest impact on the reduction of the freshness period for MAP fish. Superchilled storage of MAP loins (‐1.1 ± 0.1 °C) resulted in a 13‐day shelf life. Evaluation of microbial and chemical indicators emphasised the importance of Photobacterium phosphoreum and TMA formation in the deterioration of cod loins stored in air or MA, while superchilled MAP storage delayed as well as modified the spoilage pattern. MAP increased drip loss by about 2% at late storage.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Addition of collagen to heavy salted and lightly salted, chilled and frozen cod fillets

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Hannes Magnússon, Irek Klonowski, Ásbjörn Jónsson, Frank Hansen, Egil Olsen, Sigurjón Arason

Styrkt af:

NORA

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Addition of collagen to heavy salted and lightly salted, chilled and frozen cod fillets

Áhrif viðbætts gelatíns sem unnið var úr fiski, voru könnuð á nýtingu, efnasamsetningu og gæði kældra, frystra og saltaðra þorskflaka.   Gelatíninu var blandað í saltpækil sem síðan var sprautað í flökin. Söltuð flök voru pækluð eftir sprautun, síðan þurrsöltuð í 3 vikur og að lokum útvötnuð.  Til samanburðar voru notuð flök sem sprautuð voru eingöngu með saltpækli. Meginniðurstöður voru þær að áhrif gelatíns á nýtingu og efnasamsetningu væru óveruleg. Breytingar voru fyrst og fremst af völdum hækkaðs saltinnihalds. Öðru máli gegndi um skemmdarferla í kældum afurðum. Örveruvöxtur og myndun niðurbrotsefna var meiri í þeim flökum sem sprautuð voru með gelatíni. Ekki var þó hægt að greina sjónrænan mun á útliti flaka eftir samsetningu pækils. 

The effects of added fish gelatine on yield, chemical composition and quality of chilled, frozen and salted cod fillets were evaluated. The gelatine was mixed with salt brine and injected to the fillets. Salted fillets were brined after injection, dry salted for 3 weeks and finally rehydrated. Fillets injected only with salt brine were used as control. Effects of added gelatine on yield and chemical composition were not significant. Alterations were primarily due to the increased salt content by injection. Conversely, the growth of microorganisms and degradation within chilled fillets was accelerated by addition of gelatine. However, no significant differences were observed in visual appearance of the fillets. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Functionality testing of selected Chill‐on technologies during a transport‐simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, María Guðjónsdóttir, Emilía Martinsdóttir (Matís); Radovan Gospavic, Nasimul Haque, Viktor Popov (WIT); Guðrún Ólafsdóttir, Tómas Hafliðason, Einir Guðlaugsson, Sigurður Bogason (UoI)

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Functionality testing of selected Chill‐on technologies during a transport‐simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod

Í þessari rannsókn voru gerðar prófanir á tæknilausnum sem þróaðar voru í EU verkefninu Chill‐on þar sem sett var upp hermitilraun til að   líkja eftir raunverulegum flutningum á fiski frá Íslandi til Evrópu. Hitastigssveiflur, sem fiskurinn varð fyrir, miðuðu að því að herma eftir flutningi frá Íslandi til Frakklands með skipi. Bretti af þorskhnökkum í frauðplastkössum voru flutt til Vestmannaeyja með skipi og til baka aftur til Matís í Reykjavík. Sýni úr þessum brettum voru síðan borin saman við samanburðarsýni sem geymd höfðu verið við undirkældar aðstæður hjá Matís. Þorskhnökkum var jafnframt pakkað í neytendapakkningar (bakka) strax eftir vinnslu og síðan eftir 6 daga og voru geymdir við undirkældar eða kældar aðstæður. Einnig voru gerðar örveruvaxtartilraunir þar sem Listeria monocytogenes, Escherichia coli og Salmonella Dublin var bætt út í þorskhnakka sem geymdir voru í frauðplastkössum við aðstæður sem líktust geymslu‐ og flutningsferli við útflutning. Hitastigsmælingar, skynmat, örveru‐  og efnafræðilegar mælingar voru notaðar til að setja fram gögn til að prófa og sannreyna QMRA/SLP líkönin og magngreiningu á Pseudomonas bakteríum með qPCR tækni.

The aim of the cod wet trials and the corresponding shelf life study was to include scenarios to test and demonstrate the functionality of some Chill‐on technologies in a simulated cod supply chain. Temperature fluctuations were induced according to the actual scenario in the supply chain of cod from Iceland to France via sea freight. The study included sample groups created at the point of processing after packaging in EPS boxes. The reference group was stored at Matís under superchilled conditions. Simulation trials for downward distribution were performed at Matís upon receipt of the pallets shipped to the Westman Isles from Reykjavik (Iceland‐Europe freight simulation) and compared with the reference group. Repackaging of loins in retail trays was performed on days 0 and 6 with storage under superchilled and chilled conditions, respectively. In addition, a pathogen challenge trial was performed by spiking loins (5 kg) with Listeria monocytogenes, Escherichia coli and Salmonella Dublin, followed by storage in EPS boxes under temperature conditions simulating export and distribution. Temperature recordings along with microbial, chemical and sensory analyses from the groups evaluated provided necessary data to test and validate the QMRA/SLP models and the quantitative molecular (qPCR) method to estimate counts of pseudomonads.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla / Factors influencing the quality and value of the Icelandic cod; a value chain perspective

Útgefið:

01/09/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Ásta M. Ásmundsdóttir, Cecilia Garate, Hrönn Jörundsdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Sigurjón Arason, Vordís Baldursdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS), HB‐Grandi, Guðmundur Runólfsson hf, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnunin, Matís

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla / Factors influencing the quality and value of the Icelandic cod;  a value chain perspective

Markmið þessa verkefnis voru að safna ítarlegri upplýsingum en áður hefur verið gert um efnasamsetningu, vinnslueiginleika og verðmæti þorsks í virðiskeðjunni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:

• Ekki reyndist mikill munur í holdafari þorsks eftir árstíma, en holdastuðullinn var þó aðeins hærri í desember heldur en í kringum hrygningartímann (febrúar‐maí) þegar hann var lægstur. Ekkert samband fannst milli holdafars fisks og fituinnihalds lifrar.

• Jákvætt samband var milli lifrarstuðuls og fituinnihalds lifrar (R2 = 0,55). Sambandið var þó ekki línulegt heldur hækkaði fituinnihaldið hratt við lágan lifrarstuðul en minna eftir því sem lifrarstuðullinn hækkaði. Sömuleiðis hækkaði fituinnihald lifrar með lengd og aldri bæði hjá hængum og hrygnum.

• Fituinnihald lifrar, þyngd fisksins eða holdastuðullinn gefa ekki neinar afgerandi vísbendingar um flakanýtingu. Sömuleiðis hafði vatnsinnihald og vatnsheldni flaka lítil sem engin áhrif á vinnslunýtingu eða los.

• Samantekin niðurstaða af mati á áhrifum kyns, kynþroska og aldurs á flakanýtingu er sú að það er munur á flakanýtingu milli einstakra veiðiferða, sá munur virðist að einhverju leiti háður kynþroska fisksins og er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum lægst á kynþroskastigi 4 (þ.e.a.s fiskur í hrygningu eða hrygndur). Rétt er þó að benda á að talsvert ójafnvægi er í gagnasafninu varðandi dreifingu kynþroska í einstakra veiðiferðum og tiltölulega fá sýni eru af fiski af kynþroskastigum 3 og 4 samanborið við kynþroskastig 1 og 2.

•Gerður var samanburður á styrk PCB7 í þorski beint úr hafi annars vegar og eftir vinnsluna, þ.e.a.s. í frosnum flökum, hins vegar. Ekki reyndist marktækur munur á styrk PCB7 í heilum fiski og frosnum þorskflökum, fiskvinnslan virðist því ekki hafa áhrif á styrk þessara efna í flökunum.

• Ekkert tölfræðilega marktækt samband var milli styrks járns (Fe), selens (Se), blýs (Pb) eða PCB7 og kyns, aldurs eða kynþroska. Tölfræðilega marktækt samband er milli styrks kvikasilfurs í holdi þorsks (þ.e.a.s í flökum) og aldurs, lengdar og kynþroska. Þekkt er að kvikasilfur safnast fyrir í holdi fiska með aldri og niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við og byggja undir þessar niðurstöður.

The aim of this project is to collect more detailed data about the factors influencing the quality and value of the Icelandic cod during processing, were the end product is frozen fillet. Data were collected from 2007 to 2008 on fillet yield, water content, water capacity, gaping, parasites as well as the chemical composition (nutrients & undesirable substances). These variables are important for the quality and profitability of the cod industry. Emphasis has been laid on connecting these variables to data about fishing ground, season of fishing, sex, sexual maturity in order to increase our understanding on how it is possible to maximize the value of the catch. In addition, the liver from each individual cod was collected and the fat and water content analysed. The results from this study show that there is a nonlinear relationship (R2 = 0,55) between the liver condition index and the fat content of the liver.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life of fresh cod (Gadus morhua) loins of different degrees of freshness at packaging

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life of fresh cod (Gadus morhua) loins of different degrees of freshness at packaging

Tilgangur þessarar tilraunar var að meta áhrif loftskiptra umbúða (MAP) og ofurkælingar á gæðabreytingar og geymsluþol þorskbita af misfersku hráefni sem var unnið og pakkað eftir 2 og 7 daga frá veiði. Tilraunin var gerð í samvinnu við Samherja, Dalvík og Norðlenska, Akureyri í október og nóvember 2007. Fiskurinn var geymdur heill í ís fram að pökkun við -0.2 ± 0.1°C (2 dagar frá veiði) og -0.2 ± 0.2°C (7 dagar frá veiði). Hnakkastykki voru skorin í tvennt og þeim var síðan pakkað (350-550 g) í loftskiptar umbúðir. Samsetning gasblöndunnar var eftirfarandi: 50% CO2, 5% O2 og 45% N2. Pakkaðir þorskbitar voru geymdir í kæligeymslu við -0.6 ± 1.4°C og sýni tekin yfir 3ja vikna geymslutíma og metin með skynmati, örveru- og efnamælingum. Aldur hráefnis við pökkun hafði greinileg áhrif á skynmat bitanna. Pökkun eftir 2 daga leiddi til lengingar á ferskleikaeinkennum framan af geymslu. Auk þess komu skemmdareinkenni mun síðar fram en í bitum sem pakkað var 7 daga frá veiði. Geymsluþol bita eftir pökkun á 7. degi má gróflega áætla 4-8 dagar en a.m.k. 19 dagar í bitum pökkuðum á 2. degi. Þetta stutta geymsluþol bita frá 7. degi má skýra með þróun örveruflórunnar og myndun rokgjarnra skemmdarefna ásamt hitastigsferli á heilum fiski fyrir pökkun. Áhrif mismunandi pökkununardags hafði veruleg áhrif á örveruflóruna. Þannig var heildarörverufjöldi mun minni í bitum sem pakkað var eftir 2 daga heldur en á 7. degi (log 3.7 vs 5.4/g). Þennan mun má að miklu leyti rekja til mismikils fjölda Photobacterium phosphoreum (Pp) í holdi rétt eftir pökkun, en hann greindist ekki við fyrri pökkun á 3. tilraunadegi (undir log 1.3/g) og á 8. degi var fjöldinn aðeins log 2.4/g. Á þeim degi var fjöldi Pp 1000x meiri í bitum pökkuðum á 7. degi og voru þeir ríkjandi út geymslutímann í þessum hópi. Á 8. degi var fjöldi annarra skemmdarörvera (H2S-myndandi gerla og pseudomonads) nokkru hærri (Δ log 0.6-0.7/g) í þessum hópi miðað við hópinn sem pakkað var á 2. degi. Þessar niðurstöður staðfesta að P. phosphoreum sé ein af aðalskemmdarörverum í gaspökkuðum þorskbitum en einnig í kældum, heilum þorski. Niðurstöður TVB-N and TMA mælinga voru í góðu samræmi við örverumælingar en þó sérstaklega Pp. Low Field Nuclear Magnetic Resonance (LF-NMR) tækni var notuð til að mæla “relaxation times” í sýnum yfir geymslutímann. Marktækt hærri “relaxation times” mældust í bitum sem pakkað var eftir 7 daga frá veiði en í bitum sem pakkað var 2 daga frá veiði. Það gefur til kynna meiri bindingu vatnssameinda við umhverfið í 7 daga bitunum. Þetta er í samræmi við almennt hærri vatnsheldni og vatnsinnihald í þeim sýnum yfir geymslutímann. Í heildina sýna niðurstöður mikilvægi þess að nota sem ferskast hráefni til MA-pökkunar og tryggja þannig meiri gæði og lengra geymsluþol sem ætti að skila sér í hærra verði vörunnar.

The aim of this study was to evaluate the effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life and quality changes of fresh loins prepared from Atlantic cod (Gadus morhua) of different freshness, i.e. processed 2 or 7 days post catch. The study was performed in cooperation with Samherji (Dalvík, Iceland) and Norðlenska (Akureyri) in October and November 2007. The average fish temperature during storage prior to processing on days 2 and 7 was -0.2 ± 0.1°C and -0.2 ± 0.2°C, respectively. Cod loins (350-550 g) were packed in trays under modified atmosphere (50% CO2/ 5% O2/ 45% N2), stored at -0.6 ± 1.4°C and sampled regularly over a three-week period for sensory, microbiological and chemical analyses. The results show that the raw material freshness clearly influenced the sensory characteristics of packed loins. Processing 2 days post catch resulted in more prominent freshness sensory characteristics the first days of storage. In addition, sensory indicators of spoilage became evident much later compared to MApacked fillets from raw material processed 5 days later. The expected shelf life of the MA-packed cod loins could be roughly calculated as 4-8 days when processed 7 days post catch, but at least 19 days when the cod was processed 2 days post catch. This reduced shelf life of MAP products processed at a later stage was also explained by the temperature profile of the whole fish prior to processing, microbial development and volatile amine production observed. In fact, the day of packaging had a major effect on the microflora development, with lower total viable counts (TVC) in loins processed earlier in relation to time from catch (log 3.7 vs 5.4/g). This difference could be linked to large variations in levels of Photobacterium phosphoreum (Pp) in the flesh at processing times, being below detection (log 1.3/g) 2 days post catch but found to increase to log 2.4/g in early processed loins 6 days later, in contrast to 1000-fold higher Pp levels in loins processed later. Pp was found to quickly dominate the microflora of loins processed 7 days post catch. Similarly, slightly higher levels (Δ log 0.6- 0.7/g) of other spoilage bacteria, H2S-producing bacteria and pseudomonads, were found 8 days post catch in loins processed later. These results confirm that P. phosphoreum is one of the main spoilage organisms in cod, unprocessed as MA-processed. TVB-N and TMA production corresponded well to the microbial development, especially counts of P. phosphoreum. Low Field Nuclear Magnetic Resonance (LF-NMR) was used to measure the relaxation times of the samples during storage. The samples packed 7 days after catch showed significantly higher relaxation times than samples packed 2 days after catch. This indicates stronger bindings of the water molecules to their environment in samples packed at a later stage. This is in agreement with the generally higher water holding capacity and water content in the samples during storage. Finally, the results demonstrated that delaying processing of raw material is undesirable if it is intended to be MA-packed and sold as more valuable products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fituþol þorsks

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Jón Árnason, Rannveig Björnsdóttir, Helgi Thorarensen, Ingólfur Arnarson

Fituþol þorsks

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif fituinnihalds í fóðri á vöxt og þrif í þorski af mismunandi stærð. Þekking á næringarþörfum fiska er nauðsynleg forsenda fyrir gerð fóðurs fyrir þá. Þorskar af tveimur stærðum (120 g og 600 g) voru fóðraðir (í þrítekningu) í 12 vikur á fóðri sem innihélt 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% og 27.7% fitu í þurrefni. Mismunandi fituinnihald hafði ekki áhrif á vöxt (SGR), holdstuðul (CF), flakanýtingu, fituinnihald í lifur eða fituinnihald í flökum. Í smærri fiskinum lækkaði fóðurstuðull (FCR) með aukinni fitu í fóðri. Fóðurfitan hafði ekki áhrif á fituinnihald innyfla án lifrar í smærri fiskinum(120g) en í 600 g fiski jókst fita í innyflum með auknu fituinnihaldi fóðurs. Fituinnihald hafði ekki áhrif á hlutfall slægðs þunga af heildarþunga í 600 g fiskinum en í smærri fiskinum lækkaði hlutfallið með aukinni fitu í fóðri. Lifrarhlutfall (HSI) í 600g fiski var ekki háð fituinnihaldi í fóðri, en hins vegar var jákvætt samhengi milli fóðurfitu og HSI í 120 g fiskinum. Þetta þýðir að fituþol þorsks með tilliti til lifrarhlutfalls er háð stærð fisksins.

Detailed knowledge of the nutritional requirements of fish is essential for feed formulation. The aim of this research was to investigate the effects of different lipid content in diets for Atlantic cod of different size. Cod of two size groups (initial weight 120 grams and 600 grams) were fed, in triplicate, for 12 weeks diets containing 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% and 27.7% lipid in dry matter. Different lipid content in the diet did not affect growth (SGR), condition factor (CF), fillet yield, lipid content in liver or lipid content in fillet. In the smaller fish, FCR was reduced with increased diet lipid. The lipid content in the diet did not affect the lipid content of intestines in the 120 grams fish but in the 600 grams fish there was a positive correlation between lipid content in diet and intestines. Dietary lipid did not affect gutted weight (calculated as the percentage of round weight) in the 600 grams fish but in the 120 grams fish, the percent gutted weight decreased with lipid content of the diet. The Heposomatic index (HSI) in the 600 grams fish was not affected by the lipid content of the diet but dietary lipid content significantly affected the HSI in the smaller fish. This indicates that the lipid tolerance of Atlantic cod, with respect to the effect on HSI, is size dependent.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Oxun í fiskvöðva – Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Margrét Bragadóttir, Guðrún Ólafsdóttir

Styrkt af:

Rannsóknasjóður RANNÍS

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Oxun í fiskvöðva – Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Markmið verkefnisins var að auka skilning á áhrifum oxunar í fiskvöðva sem rýra bragðgæði og næringargildi fisks. Metin voru áhrif viðbættra náttúrulegra þráavarnarefna eða andoxunarefna til að bæta stöðugleika fiskafurða og þannig auka möguleika á notkun fisks í tilbúna rétti. Fosfólípíða líkan úr þorski var notað til að skoða áhrif þráahvata (blóðrauða úr þorski og bleikju) og þráahindra í vökvafasa úr loðnu og úr íslenskum þörungum. Einnig voru skoðuð áhrif suðu og viðbættra þráavarnarefna á bragðeiginleika og myndun svokallaðs upphitunarbragðs í soðnu fiskhakki. Áhrif oxunar á himnubundin fosfólípíð og prótein í fiskvöðvalíkani og í fiskhakki við hitun og geymslu voru mæld með skynmati, litmælingum, hefðbundnum þránunarmælingum (TBA), gasgreinimælingum til að bera kennsl á rokgjörn lyktarefni og hárpípu rafdrætti (capillary electrophoresis, CE) til að greina peptíð og amínósýrur sem áhrif hafa á bragð og lífvirkni. Skoðuð voru tengsl á milli þessara þátta til að skýra og skilja betur oxunarferli í fiskvöðva og þá þætti sem takmarka geymsluþol tilbúinna fiskafurða. Helstu neikvæðu áhrif oxunar á gæði fisks voru myndun lyktarefna, aðallega aldehýða, sem eru niðurbrotsefni fitusýra. Himnubundna fitan í mögrum fiski getur því haft mikil áhrif á bragðgæði tilbúinna matvæla þrátt fyrir að vera í litlu magni. Oxunarhvatar eins og blóð í holdi og suða leiddu til hraðari oxunar, sem sýnir að með réttri blóðgun og mildri hitameðferð mætti takmarka oxun og viðhalda betur bragðgæðum fisks. Auk þess má draga úr oxuninni með notkun á andoxunarefnum. Mælingar á andoxunarvirkni loðnusoðs í fiskvöðvalíkani sýndu að breytilegir ytri þættir eins og árstíðasveiflur og meðhöndlun loðnuhráefnis geta haft áhrif á andoxunarvirkni. Nýnæmi í þessu verkefni eru grunnrannsóknir á áhrifum þráahindra úr loðnu og þörungum ásamt breytingum sem verða á niðurbrotsefnum við suðu sem hafa bein áhrif á bragðgæði vörunnar. Rannsóknum á þessu sviði er haldið áfram í nýjum verkefnum þar sem lögð er áhersla á að skoða betur náttúrleg andoxunarefni úr loðnu og þörungum, sem og heilsubætandi áhrif þeirra.

The aim of the project was to study the effect of heating on oxidation of phospholipids, and the role of antioxidants in fish muscle to influence sensory quality and nutritional value. A phospholipid model from cod was used to study the effect of pro-oxidants (hemoglobin from cod and trout) and antioxidants in aqueous fraction of capelin and in seaweed extracts. The effect of heating and the addition of antioxidants on the sensory quality and the development of warmed-over-flavour (WOF) in fish mince were also studied. The development of degradation compounds in washed cod model system during storage and heating was studied by sensory analysis, colour measurements, traditional lipid oxidation analysis (TBA) and gas chromatography analysis to identify volatile compounds. Capillary electrophoresis (CE) was applied for the analysis of peptides and amino acids that influence the sensory quality and bioactivity. The correlation between these analyses was studied to better understand the oxidation processes in fish muscle and to explain factors reducing the shelf life of ready-to-eat fish products. Quality defects related to oxidation of polyunsaturated fatty acids and formation of volatile compounds like aldehydes contributing to rancidity and colour changes were enhanced by pro-oxidative effects of blood and cooking. Membrane bound phospholipids are therefore of concern as precursors for off flavour and quality defects in lean fish despite of low fat content. Capelin broth appeared to have antioxidant effects in fish model system whereas press juice from whole capelin exhibited pro-oxidant effects. The outcome of this project is increased knowledge on oxidation in fish muscle to underpin the development of healthy and tasteful fish products of high sensory quality and nutritional values fulfilling the needs of consumers. Continued studies have been established in new projects to further characterize the antioxidant properties and possible health effects of capelin and seaweed extracts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kyngreining fiska

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Dr. Sigurlaug Skírnisdóttir, Msc. Eiríkur Briem, Msc. Hlynur Sigurgíslason, Dr. Guðmundur Ó. Hreggviðsson, Dr. Sigríður Valgeirsdóttir, Dr. Jónas Jónasson, Dr. Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður (Rannsóknamiðstöðvar Íslands)

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Kyngreining fiska

Markmið verkefnisins var að finna kynbundinn mun á milli erfðaefnis hængs og hrygnu í laxi, lúðu og þorski. Þessar upplýsingar átti síðan að nota til að þróa kyngreiningarpróf fyrir þessar fisktegundir. Útbúin voru genasöfn fyrir hæng og hrygnu fyrir tegundirnar þrjár með frádráttarpörun. Raðirnar sem fengust í genasafninu voru raðgreindar, þreifarar útbúnir eftir þeim og þær síðan settar á örflögur. Síðan voru flögurnar þáttaparaðar við erfðaefni við hænga og hrygnur og bindingin metin fyrir kynin. Í verkefninu fólst mikið tæknilegt og markaðslegt nýnæmi þar sem raðað var saman hátækniaðferðum úr sameindaerfðafræði og upplýsingatækni til að leysa fyrirliggjandi markaðslegt vandamál í kyngreiningu í fiskeldi. Áhættan í verkefninu fólst í því hvort nægilegur kynjamunur sé í erfðamengi þessara fiska til að greina hann með flögugreiningum. Þetta verkefni var mikil áskorun og þótt lokamarkmiðið hafi ekki náðs þá gekk það upp hvað varðar aðferðafræðina og mikilla niðurstaðna var aflað. Verkefnið var því mikilvægt fyrir þroska og aðferðaþróun innan fyrirtækjanna Stofnfisks, Matís-Prokaria og Nimblegen Systems á Íslandi.

The goal of the project was to develop a sex determination method for the three fish species, cod, salmon and halibut. Gene libraries for female and male fishes were produced for the three fish species by using the subtraction hybridization method from whole genomic DNA. Probes were designed for all the sequences obtained and the probes were put on microarrays. The microarrays were hybridized with DNA from both male and female fishes and the difference scored. The risk of the project was to determine if there is enough gene difference between the sexes of these three fish species to be analyzed by using microarrays. The project did not reveal sex determination genes, but this assignment was a big challenge for the three companies Stofnfiskur, Matís-Prokaria and Nimblegen Systems. Many new methods and technical solutions were solved during the project and a large set of results were built up. The project was an important part of the fast growing and development of the companies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Valur N. Gunnlaugsson, Jónína Ragnarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Þessi skýrsla lýsir niðurstöðum myndgreiningar á þorski. Metin voru áhrif kæliaðferða eftir veiði á vöðvabygginu þorsks. Ekki var hægt að greina mun á flökum eftir því hvort fiskurinn hafði verið geymdur í vökvaís eða flöguís í lest eða verið kældur sérstaklega á dekki. Fylgst var með breytingum á vöðvanum við saltfiskverkun og áhrif af sprautun metin. Við söltun drógust frumur saman og millifrumubil jókst. Greinilegur munur var á flökum eftir því hvort þau voru sprautuð eða ekki. Við útvötnun dró aftur úr mun vegna sprautunar.

Results from image analyses on cod are discussed in this report. The effects of chilling methods after catch on microstructure of cod fillets were also evaluated. No significant effects were observed, neither when extra chilling was added on deck nor with regard to different ice types (liquid ice/flake) used for storage of the fish. Changes in the fish muscle during heavy salting were examined and the effects of injection as the initial step in the process studied. During salting muscle cells shrank and the ratio of extracellular fluid increased. Significant effects of injection were observed after salting but during rehydration the difference decreased again.

Skoða skýrslu
IS