Skýrslur

Food industry communication with next generation consumers: knowledge, engagement, empowerment, food values

Útgefið:

29/12/2021

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ, Eva Margrét Jónudóttir Matís, Þóra Valsdóttir Matís og Guðjón Þorkelsson Matís

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fólk færist sífellt fjær frumframleiðslu matvæla og tenging við hráefni og vinnslu þess er oft óljós. Ungt fólk er neytendur framtíðarinnar. Viðhorf þeirra og traust til matvæla skiptir matvælaframleiðendur því miklu máli. Þarfir og gildi ungs fólks eru ekki endilega þau sömu og eldra fólks. Markmið verkefnisins WeValueFood var að leita leiða til að auka skilning og þekkingu ungs fólks þannig að það átti sig á gildum og verðmætum matvæla og verði meðvitaðri um mat í víðu samhengi.

Þrjár vinnustofur voru haldnar á vegum Matís, þar sem nemendur á háskólastigi og íslenskur matvælaiðnaður voru leiddir saman. Vinnustofurnar beindust að núverandi samskiptamynstri og upplýsingagjöf iðnaðarins til neytenda og var markmiðið að styðja við samskipti matvælaiðnaðarins við neytendur framtíðarinnar. Ýmis matvælafyrirtæki og hagmunaaðilar komu að vinnustofunum og  unnu með ungum neytendum við að skilgreina matvælagildi og eiga samtal um samskiptaleiðir. Áhersla var lögð á að auka áhuga og þekkingu á matvælum til að stuðla að því að næstu kynslóðir taki skynsamlegar og upplýstar ákvarðanir í fæðuvali sínu. Vinnustofurnar þrjár fóru fram á netinu haustið 2020: 1) Með nemendum á háskólastigi – til að kanna matargildi þeirra og álit á núverandi samskiptaleiðum matvælaiðnaðar, 2) Með þátttakendum úr matvælaiðnaði – til að kanna hvernig þeir upplifa næstu kynslóð neytenda og hvernig matvælaiðnaður getur stutt við menntun/þekkingu og þátttöku í matartengdum málefnum og 3) Með nemendum á háskólastigi og þátttakendum úr matvælaiðnaði – til að kynna hugmyndir matvælaiðnaðar og samskiptaleiðir, og kanna viðbrögð nemenda.

Nemendur lögðu mikla áherslu á umhverfisáhrif, þar sem gegnsæi og heiðarleiki eru lykilatriði fyrir jákvæða ímynd og traust til matvælaframleiðenda. Ungt fólk vill vita meira um það hvernig matur er framleiddur og ekki síður hvað felst í framleiðsluferlinu. Þau vildu sjá meira um hvernig matvæli á Íslandi eru framleidd, hvort heldur sem er á samfélagsmiðlum, heimasíðum matvælafyrirtækja eða með merkingum matvæla. Það sem ungt fólk kallaði eftir voru meðal annars staðfestar upplýsingar um allt frá uppruna til matreiðslu og geymsluleiðbeininga. Áhersla var lögð á að upplýsingarnar þyrftu að vera staðfestar af hlutlausum aðilum eins og vísindafólki. Þátttakendur úr matvælaiðnaði voru almennt meðvitaðir um þarfir ungs fólks hvað varðar upplýsingar og samskiptaleiðir, en voru oft í erfiðleikum með að mæta þessum þörfum m.a. vegna kostnaðar og tíma. Matvælaiðnaðurinn kallaði eftir samstarfi við yfirvöld til að koma á móts við þarfir ungs fólks varðandi þekkingu og menntun til að tryggja að fullnægjandi og vísindalega sannreyndar upplýsingar verði aðgengilegar öllum. Ein þeirra lausna sem lögð var til af hálfu iðnaðarþátttakenda gæti hæglega svarað þörfum ungs fólks fyrir sértæka matvælaþekkingu, sem gæti á sama tíma stuðlað að auknum áhuga og þátttöku ungs fólks. Þessi lausn snéri að matarvísindavef, sem stýrt yrði af óháðum aðilum, svo sem háskólum, til að miðla vísindalega sannreyndum upplýsingum án hagsmunaárekstra. Með vinnustofunum skapaðist áhugavert samtal milli nemenda og matvælaframleiðanda, sem gaf mikilvæga innsýn bæði fyrir neytendur og matvælaiðnað. Mikilvægt er að fylgja vinnustofunum eftir og styrkja samtal og upplýsingaflæði milli neytenda og framleiðenda til að mæta þörfum neytenda framtíðarinnar.

WeValueFood var styrkt af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food. Auk Matís og  Háskóla Íslands, komu Universidad Autónoma de Madrid og IMDEA Food Institute á Spáni, EUFIC í Belgíu, Koppert í Hollandi, University of Cambridge og University of Reading í Bretlandi, University of Helsinki í Finnlandi, University of Turin á Ítalíu, University of Warsaw í Póllandi og Flatev í Sviss að verkefninu. Verkefninu var í heild stýrt af Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, Norður Írlandi.
_____
Food consumption trends have increased the gap between primary food production. The proximity to production of raw materials and food processing has become more unclear to many consumers. Young people are the consumers of the future. Their attitude towards food is therefore important to food producers. Their needs and values are not necessarily the same as those of older consumers. The aim of the WeValueFood project was to find ways to increase the understanding and strengthen young people’s knowledge and understanding so that they better appreciate the values of food and become more aware of food in a wider context.

Three online workshops on food values of next generation consumers (NGCs) were carried out in Iceland in the autumn of 2020, by Matis in collaboration with the University of Iceland. The communication between university students of diverse study categories and food industry was explored within the three workshops: 1) With students –  to assess their food values and opinions on the current food industry communication; 2) With industry participants – to understand how they perceive the NGCs and how they can help to educate and engage them with food; 3) With students and industry – to present industry´s ideas of communication and receive students feedback on industries communication strategies.

The students emphasised environmental impact of foods, transparency, and honesty in communication for a positive image of and trust in food producers. They wanted to know more about how food is made, either on social media or food industry websites, or with food labels. Emphasis was placed on information about everything from origin and environmental labels to cooking and storage guidelines. Not less important, the information needed to be verified by a responsible independent third party, such as scientists. The food industry participants were generally aware of NGC’s information needs and communication channels, but struggled to meet these needs, mainly due to cost and time. The food industry needed cooperation with authorities to educate the next generation on food related issues, to fulfil the NGC needs for knowledge, with scientifically valid and trustworthy information available for everyone. One of the idea pitches from the industry summarised the overall need for knowledge and communication, both for food industry and NGC that could improve food involvement and engagement. The pitch was about food science website, supervised by independent parties, such as universities, to provide fact based, scientifically correct information, without any conflicts of interest.

WeValueFood, was supported by EU through EIT Food, was a two-year collaborative project between Matis, University of Iceland, Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) and IMDEA Food Institute in Spain, EUFIC í Belgium, Koppert in the Netherlands, University of Cambridge and University of Reading in England, University of Helsinki in Finland University of Turin in Italy, University of Warsaw in Poland and Flatev in Switzerland. The whole project was managed by Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, North Ireland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti

Útgefið:

01/04/2019

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti

Markmið þessarar rannsóknar var að leggja fram tillögur til að bæta stöðu hrossakjöts á innanlandsmarkaði. Með megindlegri rannsóknaraðferð voru greind viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda (n = 853) á hrossakjöti. Niðurstöður voru meðal annars þær að hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum alls staðar á landinu. Flestir sem versla hrossa- og/eða folaldakjöt kaupa það úr kæli eða um 50% þátttakenda en næst algengast er að fólk nálgist kjötið hjá vini, ættingja, slátri sjálft, kaupi beint frá býli eða fleira í þeim dúr. Oftar en ekki gerði fólk lítinn greinamun á viðhorfi til hrossakjöts annars vegar og folaldakjöts hins vegar. Hvað varðar kaupvilja á vörum þá sögðust flestir ólíklegastir til þess að kaupa grafið eða reykt hrossakjöt en líklegastir til þess að kaupa steikur, gúllas og snitsel. Að mati þátttakenda í rannsókninni hafa venjur og uppeldi hvað mest áhrif á neyslu hrossa- og folaldakjöts en þekking á vöru kom þar á eftir. Það eru mörg sóknarfæri í sölu hrossakjöts. Flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt. 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt en þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga. Hjátrú og fordómar gagnvart neyslu hrossakjöts virðast vera liðin tíð en þó mætti auka þekkingu almennings á gæðum og meðferð hrossakjöts. Flestir töldu hrossa- og folaldakjötið vera hreina og umhverfisvæna fæðu, lausa við sýklalyf og aðskotaefni. Það er ekki hægt að segja annað en að tækifærin séu til staðar fyrir markaðsetningu hrossakjöts og hægt að gera ráð fyrir því að með mörg tromp á hendi megi vinna stóran slag ef haldið er rétt á spilunum.

The aim of this study was to improve the status of horse meat on the Icelandic market. A quantitative research method was used to study the attitudes and buying behavior of Icelandic consumers on horse meat (n = 853). The results showed that horse and foal meat is not prominent and visible in stores in Iceland. Most people who buy horse and / or foal meat buy it from stores, refrigerated, or about 50% of the participants, but most often people get the meat from friends, relatives, slaughter themselves or buy directly from farms. Attitudes towards horse meat and foal meat were generally similar. In terms of buying a product, most people were the least likely to buy a buried or smoked horse meat, but most likely to buy steaks, guillemots and chips. The respondents believed that habits and upbringing had the most effect on horse and foal meat consumption, but knowledge of the product was in the third place. There are many opportunities in the sale of horse meat provided for quality products. Most of the participants were positive towards horse meat and welcomed the discussion on horse meat. 96% of the participants in the survey had tasted horse and / or foal meat. Those who had not tasted the meat, had no interest, either because they did not eat meat or because they felt like eating their dog and felt it was wrong because of emotions. Pastoralism and prejudice towards horse meat appear to belong to the past, but there is room for improvement of consumer knowledge of quality and treatment of horse meat. Most people considered the horse and foal meat to be clean and environmentally friendly food, free of antibiotics and contaminants. The marketing possibilities for horse meat are good.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta var öndvegis‐ og klasaverkefni til að efla vistvæna matvælaframleiðslu og matvælavinnslu í tengslum við ferðaþjónustu. Að verkefninu stóðu opinberir aðilar í stoðkerfi atvinnulífsins, svæðisbundin þróunarfélög og Háskóli Íslands. Verkefnið var unnið til að bregast við miklum áhuga á staðbundnum matvælum og umhverfismálum í tengslum við vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Áherslan var á að styðja frumkvöðla við þróun á nýjum vörum og söluleiðum sem nýtust ferðaþjónustu á hverju svæði. Nýsköpunarhlutinn heppnaðist vel og hafði margföldunaráhrif bæði heima í héraði, á landsvísu og í alþjóðasamstarfi. Samhliða voru gerðar mikilvægar rannsóknir á sjálfbærnimælikvörðum, viðhorfum neytenda og gæðum og geymsluþoli. Samskipta og tengslahluti verkefnisins var ekki síður mikilvægur. Í þessari skýrslu er gerð stutt grein fyrir framgangi verkefnisins og megin ályktunum.

Food and Sustainable Tourism was a 3 year collaboration project between academia, R&D institutions and regional development agencies. In the project focus was put on strengthening small scale local food production to encourage sustainability in tourism. The project was executed as a response to rise in interest in local food and environmental issues within tourism. Focus was put on supporting entrepreneurs developing new products and sales channels. Research on sustainability indicators, consumer attitudes and product quality was carried out. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Kyösti Pennanen, Raija‐Liisa Heiniö, Rósa Jónsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Nordic Innovation

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Samanborið við neytendur annars staðar á Vesturlöndum virðast neytendur í Evrópu heldur tortryggnir gagnvart auðgun matvæla og þó heilsufullyrðingar í matvælum beri skilaboð um heilsufarsleg áhrif, verða   þær ekki endilega til að gera vöruna meira aðlaðandi í augum neytandans. Því krefst þróun auðgaðra matvæla skilnings á kröfum neytanda. Gerð var netkönnun til að meta viðbrögð neytenda við vöruhugmyndum um sjávarrétti sem auðgaðir höfðu verið með omega‐3, fiskipróteinum og þörungum með mismunandi upplýsingum um möguleg áhrif og virknieiginleika. Íslenskir neytendur (n = 460) mátu hugmyndir um þorskafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun slíkra sjávarrétta var raunhæfur möguleiki, sérstaklega með omega‐3. Þó upplýsingar um auðgun hefðu fremur neikvæð áhrif á upplifun fólks af vöruhugmyndum, höfðu upplýsingar um innihaldsefni og heilsufarsleg áhrif af neyslu, jákvæð áhrif á upplifun fólks og líkur á því að kaupa viðkomandi vörur. Áhrif slíkra upplýsinga voru nokkuð meiri meðal þeirra neytenda sem lögðu meiri áherslu á heilsu og höfðu jákvæð viðhorf til markfæðis. Finnskir neytendur (n = 432) mátu hugmyndir um laxaafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun sjávarrétta með þara kom einna best út, sérstaklega þegar upplýsingar um minnkun saltinnihalds fylgdu með. Af niðurstöðunum má álykta að auðgun sjávarrétta sé sé raunhæfur kostur. Hinsvegar er mjög mikilvægt að huga að merkingum og upplýsingum til neytenda um slíkar vörur.

Compared to consumers elsewhere in the Western world, European consumers generally seem to be more suspicious towards enrichment of food. Although health claims in food products communicate the health effect, it does not necessarily make the products more appealing to consumers. Therefore, development of enriched foods requires understanding of consumers’ demands. The aim of this study was to measure consumer responses towards various concepts of enriched seafood products. Web‐based questionnaires were used to study Icelandic and Finnish consumer´s responses towards concepts of convenience seafood products enriched with omega‐3, fish proteins and seaweed extracts with different information about possible effects/functional properties. Icelandic consumers (n = 460) evaluated cod product concepts and the results showed that enrichment of convenience seafood was a realistic option, especially with omega‐3. Although information about enrichment had rather negative effects, information about ingredients and health effects positively affected product perception and buying intention. The effect of information was greater among consumers which placed higher emphasis on health and expressed more positive attitudes towards functional foods. Two sets of Finnish consumers (n = 432) evaluated nine salmon product concepts. The results showed that products enriched with seaweed received relatively the highest scores, especially when information about salt reduction was provided.   To conclude, enrichment of convenience seafood products with marine based ingredients is a realistic option. However, it is very important to consider labelling and information provided to the consumers.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Auðgaðir sjávarréttir / Enriched seafood

Útgefið:

01/04/2012

Höfundar:

Emilía Martinsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Helga Helgadóttir, Gísli M. Gíslason

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Auðgaðir sjávarréttir / Enriched seafood

Verkefninu Auðgaðir sjávarréttir sem unnið var í samvinnu við fyrirtækið Grím kokk í Vestmannaeyjum og Iceprotein á Sauðárkróki er nú að ljúka. Þar voru þróaðar nokkrar frumgerðir af vörum úr íslensku sjávarfangi og bætt í þær lífefnum eins og þörungaþykkni með skilgreinda lífvirkni, hýdrólysötum til að auka próteininnihald og lýsi til að auka ómega‐3 fitusýrur. Niðurstöðurnar sýna að vel er hægt að auka magn ómega‐3 fitusýra í fiskibollum án þess að það komi niður á bragðgæðum. Sama má segja um íblöndun þörungadufts og einnig tókst vel að auka próteinmagn í fiskbollunum.   Neytendakannanir voru framkvæmdar til að kanna smekk neytenda fyrir frumgerðum í samanburði við hefðbundna vöru sem þegar er á markaði.   Upplýsingar um lífvirku efnin og virkni þeirra hafði áhrif á hvernig fólki geðjaðist að vörunum. Áhrif upplýsinga voru háð ýmsum þáttum, eins og viðhorfum til heilsu og matar og viðhorfum til innihaldsefna í þeirri vöru sem prófuð var. Neytendakönnun á netinu sem yfir 500 manns tóku þátt í sýndu að fólk er almennt jákvæðara gagnvart auðgun ef um er að ræða þekkt hollustuefni á borð við ómega‐3. Einnig að betra er að veita upplýsingar um virkni þó að um þekkt efni sé að ræða, þar sem það eykur á jákvæða upplifun fólks af vörunni. Auðgun með þara virðist einnig vera raunhæfur kostur þar sem upplýsingar um notkunargildi þarans í vöru voru gefnar og svipað má segja varðandi fiskiprótein. Þessar vörur höfða almennt frekar til fólks sem leggur áherslu á hollustu matvæla, sem er nokkuð stór hópur samkvæmt þessum niðurstöðum. Almennt má álykta út frá þessum niðurstöðum að auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda. Það má álykta út frá þessum niðurstöðum auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda.

Prototypes of seafood dishes enriched with bioactive compounds from the ocean, such as seaweed, fish proteins and fish oil to increase omega‐ 3 fatty acids have been developed to meet market demand. The results show that it is possible to increase the content of omega‐3 fatty acids in fishcakes without negatively affecting the flavour. Also the enrichment of seaweed and fish proteins to increase protein content was successful. Consumers were asked about liking of various prototypes compared to traditional fish dishes. Information on the added compounds and their bio‐activity affected the liking of the consumers. Influence of information depended on various factors like attitudes towards health, food and the added ingredients.   Web‐based consumer survey (500 respondents) showed that consumers were more positive towards enrichment of seafood if well‐known ingredients like omega‐3 were used. The information on health‐effect and bio‐activity was also positive regarding the consumer experience. even though the ingredients was well‐known. Enrichment using seaweed or proteins also seems to be a realistic option based on information of the health effect given. These kinds of products appeal more to consumers emphasising health benefits of their food. It can be stated from the results of the project that enrichment of seafood is a realistic option but labelling and information to consumers is important.

Skýrsla lokuð til 01.04.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla Íslendinga 2011 / Attitutes and fish consumption in Iceland 2011

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Dagný Yrsa Eyþórsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla Íslendinga 2011 / Attitutes and fish consumption in Iceland 2011

Markmið rannsóknarinnar var að kanna neysluvenjur og viðhorf tengd sjávarfangi hjá Íslendingum á aldrinum 18‐80 ára. Könnun var sett var upp á netinu og bréf send til úrtaks frá Hagstofu Íslands í júní 2011 og bárust svör frá 525 manns. Markmiðið var jafnframt að skoða breytingar sem orðið hafa á viðhorfum og fiskneyslu Íslendinga frá því síðustu tölur voru birtar árið 2006 fyrir fólk á aldrinum 18‐26 ára. Viðhorf og neysla Íslendinga voru greind eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, mánaðartekjum heimilis fyrir skatt, fjölda í heimili og fjölda barna undir 18 ára í heimili. Að meðaltali borða Íslendingar fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku. Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega og 62% þrisvar í viku eða oftar. Almennt virðast Íslendingar oftar borða ferskan en frosinn fisk og afar lítið er keypt af tilbúnum fiskréttum kældum eða frosnum. Viðhorf til þess að borða fisk eru almennt mjög jákvæð og langflestir telja fisk hollan og góðan. Flestir telja að fjölskylda hafi mest hvetjandi áhrif varðandi neyslu fisks og að rýmri fjárhagur, auðveldara aðgengi að ferskum fiski og meira úrval af fiski gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu. Mikill munur er á fiskneyslu og viðhorfum karla og kvenna. Konur kaupa frekar í matinn og leggja meiri áherslu á hollustu, ferskleika, aðgengi og verð. Þær eru jafnframt frekar þeirrar skoðunar að það sé dýrt að borða fisk. Verulegur munur reyndist á aldurshópum, bæði hvað varðar heildar fiskneyslutíðni, neyslu mismunandi fiskafurða og viðhorf. Fiskneysla eykst með aldri, sem og lýsisneysla. Áhersla á hollustu er minni meðal yngra fólks. Munur kom fram í neysluhegðun og neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir búsetu sem líklega má að stórum hluta útskýra með hefðum og ólíku framboði af fiski. Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja fremur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frekar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafnvel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fiskréttum á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu.   Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað í fiskneyslu og viðhorfum fólks á aldrinum 18‐26 ára á síðustu fimm árum. Þessi hópur er nú meira fyrir fisk og fiskneyslutíðni hefur aukist nokkuð sem skýrist helst af aukinni fiskneyslu utan heimilis. Lýsisneysla og fjölbreytni í vali sjávarfangs virðst hafa aukist. Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf‐tilbúnum réttum.

The aim of the study was to investigate seafood consumption and attitudes among 18‐80 year old Icelanders. A total of 525 people completed a web‐ based survey. The aim was also to study changes in attitudes and fish consumption in the last five years among people 18‐26 years. The data was analysed by gender, age, residence, education, income, number of household members and number of children below 18 years. On average, the fish consumption frequency (fish as main course) is around two times a week. Haddock is the most frequently consumed fish species and is consumed around one time per week. Fish oil is consumed four times a week on average, but 50% of the participants consume fish oil every day. Fresh fish is more frequently consumed than frozen fish and ready fish meals, chilled or frozen, are rarely bought. Attitudes towards consuming fish are generally very positive. Most people consider family to have the most encouraging influence on their fish consumption and that less stringent finances, easier access to fresh fish and more variety of fish could positively influence their fish consumption. Fish consumption pattern and attitudes differ by gender. Women more frequently purchase food and emphasise more healthy food, freshness, access and price.   Large differences were found between different age groups, both regarding fish consumption frequency, fish products and attitudes. Fish consumption and fish oil consumption frequency increase with age. Emphases on healthy food are less among younger people. Consumption habits and consumption of different fish species and products differ by residence around the country. This can largely be explained by different traditions and different fish supply. Most people, especially in older age groups consider it expensive to consume fish. They are, however, more likely to consider fish money worth compared to younger people. The youngest age group appears though to be ready to pay more for fish as their opinion is that more variety of ready fish meals and fish courses at restaurants could positively influence their fish consumption. The last five years, positive changes in fish consumption and attitudes among people 18‐26 years have occurred. This group now consumes fish more frequently, the varity in their choice of seafood has increased. The consumption of fresh fish, sushi, salted cod and chilled oven ready fish meals has increased among this group.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vöruþróun á hollari unnum kjötvörum / Product development of healthier processed meat products

Útgefið:

01/08/2009

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Vöruþróun á hollari unnum kjötvörum / Product development of healthier processed meat products

Markmið verkefnisins „Hollari kjötvörur“ var að þróa hollari tilbúnar kjötvörur með minna af salti og harðri fitu. Í vöruþróunarferlinu var skynmat notað til að meta skynræn gæði varanna og neytendakannanir til að athuga hvernig neytendum líkaði varan. Neytendakannanir voru gerðar bæði í heimahúsum og á vinnustöðum. Niðurstöður skynmats og neytendakannana voru notaðar til að taka ákvörðun um breytingar á framleiðsluferli til að aðlaga vörurnar að smekk neytenda. Örverumælingar og efnamælingar voru gerðar til að fylgjast með geymsluþoli og efnainnihaldi varanna. Neysluvenjur á unnum kjötvörum og viðhorf til fituskertrar og saltskertrar kjötvöru var rannsakað. Í verkefninu tókst að framleiða fitu- og saltskertar vörur úr þremur vöruflokkum: nýjar kjötvörur, forsteiktar kjötvörur og álegg. Ein af þeim vörum er nú tilbúin á markað. Nýja varan fékk mjög góða dóma hjá neytendum og jafnvel betri en sú vara sem var á markaði. Aðrar tvær vörur eru komnar mjög langt í vöruþróun og hefur fyrirtækið nú þekkingu og reynslu til að ljúka þeirri vöruþróun og halda áfram með þróun slíkra vara. Neytendur eru almennt jákvæðir í garð fituskerðingar á kjötvörum. Munur er þó á svörum þeirra eftir því hvaða vara á í hlut og einnig er munur milli kynja. Langflestir telja fituskertar kjötvörur hollari en vörur með hefðbundnu fituinnihaldi. Fyrir neytendur skiptir mestu máli að varan sé bragðgóð. Verð skiptir einnig máli en minna þó. Neytendur gera langoftast sömu gæðakröfur til fituskertra og hefðbundinna vara. Neytendur hugsa um hollustu kjötvara en eru ekki tilbúnir að skipta út bragðgæðum fyrir hollustu. Munur var á viðhorfum karla og kvenna. Konur hugsa meira um hollustu matar en karlar og eru jákvæðari í garð fituskertra kjötvara. Þær eru einnig líklegri til að kaupa fituskertar kjötvörur. Konur athuga frekar en karlar hvort varan er umhverfisvæn. Upplýsingar á pakkningum skipta miklu máli. Um tveir þriðju neytenda segjast skoða fitumagn við val á kjötvörum. Um helmingur neytenda skoðar saltmagn og virðist það því skipta flesta minna máli en fitumagn. Huga þarf vel að merkingu og innihaldslýsingu salt og fituskertra kjötvara þar sem slíkt hefur áhrif á val og væntingar neytenda.

The aim of the project was to develop healthier processed meat products with lower salt and fat content. In the production development process, the sensory attributes of the prototypes were evaluated by a trained sensory panel. Consumer tests were conducted to study the consumer liking of the products. The consumer tests were done in different settings as central location tests and in-home tests. The results from the sensory evaluation and the consumer test were used to make decisions on the next steps in the product development. Microbiological and chemical analysis was performed to estimate the storage life and nutritional status of the products. The consumption pattern and consumer attitudes towards processed meat products with reduced fat- and salt content were studied. In the project the product development of three products in different product categories was successful. One of the products is ready for marketing and consumer tests indicated better liking of this new prototype than of the traditional one. The two other products need further development and the company has now the competence and experience to finalize the development. Consumers are in general in favour of fat-reduced meat products but there is a gender difference and a difference towards different product categories. Most of the consumers believe that fat-reduces meat products are healthier than traditional products. The taste is most important to most consumers and the price is also important. The consumers make the same demands to quality of fat-reduced food as other food. Consumers find the healthiness of food important, but not as important as the taste. Women are more aware of the healthiness of food and they are more positive towards fat-reduce meat products. They are more likely to buy fat reduced food and more aware of environmental friendly food. The information on the packaging is important. Two third of the consumers look for the fat content on the food label of the product they buy, but only half of them look at the salt content. Labelling and packaging information is very important as it affects the choice and expectations of the consumers.

Skýrsla lokuð til 01-10-2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Ása Vala Þórisdóttir, Fanney Þórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi: R020-05

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

1. Markmið verkefnisins „Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða“ var m.a. að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Hér er gerð gein fyrir niðurstöðum íhlutandi rannsóknar sem gerð var á ungu fólki á aldrinum 16-20 ára. Skoðað var hvort fræðsla um fisk og meira aðgengi að honum mundi skila sér í aukinni fiskneyslu og jákvæðari viðhorfum gagnvart fiski.

2. Aðferð og þátttakendur: Rannsóknin fór fram á nemendum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem bjuggu á nemendagörðunum Lundi. Íhlutunin fór fram á þann hátt að fiskmáltíðum í mötuneytinu var fjölgað um helming og haldnir voru fræðslufyrirlestrar fyrir nemendurna þar sem rúmlega 80 nemendur mættu (27%) og kynning sett á vefinn. Samin var viðhorfs- og neyslukönnun á formi spurningalista og hún lögð fyrir nemendurna. Sama könnunin var lögð fyrir haustið 2006 (n=225, 75%) fyrir íhlutunina og vorið 2007 (n=220, 73%) eftir íhlutunina. Spurningalistanum var skipta í sjö hluta: 1. Viðhorf til heilsu og fæðuflokka; 2. Fiskneysla og neysla ýmissa matvæla; 3. Smekkur fyrir fiskréttum; 4. Þættir sem hafa áhrif á fiskneyslu; 5. Forsendur fiskneyslu; 6. Utanaðkomandi áhrifavaldar, 7. Þekking varðandi fisk.

3. Niðurstöður: Íhlutunin skilaði betri þekkingu á fisknum og lýsisneyslan jókst um nær helming og meira hjá stúlkum en strákum. Þrjátíu og tvö prósent nemenda neyttu lýsis daglega eftir íhlutun en aðeins 22% fyrir íhlutun. Ennfremur neyttu 38% lýsis 4-7 sinnum í viku eftir íhlutunina en aðeins 28% fyrir íhlutun. Að meðaltali borðaði unga fólkið fisk sem aðalrétt 1,8 sinnum í viku fyrir íhlutun en 1,9 sinnum í viku eftir íhlutun en munurinn var ekki marktækur. Fiskneysla nemendanna er því ekki langt frá ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Hvað varðar hvatningu til fiskneyslu þá voru foreldrar sterkustu áhrifavaldarnir en áhrif þeirra minnkuðu aðeins eftir íhlutun. Viðhorf nemenda til fisks varð neikvæðara eftir íhlutun en þrátt fyrir það minnkaði fiskneysla þeirra ekki. Þeim sem ekki voru fyrir fisk fyrir íhlutun geðjaðist betur að honum eftir íhlutun. Markviss fræðsla um bæði hollustu fisks og aukið framboð á fjölbreyttum fiskréttum eru nauðsynleg til að stuðla að aukinni fiskneyslu ungs fólks.

The aim of the project “Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood” was to obtain information on the attitudes of young people towards fish and fish consumption. Results are shown from an interventive research which was carried out on young people of the age group 16-20. It was examined if education about fish and its accessibility would result in increased fish consumption and more positive attitudes towards fish. Method and participants: Students from the college and vocational school at Akureyri participated in the study. The intervention was done by doubling the number of fish meals at the school’s canteens and informative lectures were given to over 80 students (27%) and information was given on the school web. The students answered a questionnaire on attitudes and consumption of fish. The same study was done twice; in the autumn 2006 (n=225, 75%) before the intervention and in spring 2007 (n=220, 73%) after the intervention The questionnaire was divided into 7 parts: 1. Attitudes towards health and food types; 2. Consumption of fish and other foods; 3. Liking of various fish dishes; 4. Factors affecting fish consumption; 5. Prerequisite of fish consumption; 6. External effects; 7. Knowledge about fish. Results: The intervention resulted in better knowledge about fish and the fish liver oil consumption almost doubled, more among girls than boys. Thirty-two percent of the students consumed fish oil daily after the intervention but only 22% before. Further, 38% consumed fish oil 4-7 times a week after the intervention but only 28% before. On average, the young people consumed fish as a main dish 1.8 times a week before the intervention but 1.9 after, the difference was not significant. The fish consumption of the students is therefore not far from the recommendation of the Public Health Institute of Iceland. The parents had most influence on encouraging increased fish consumption, but their effect decreased a little after the intervention. The attitudes of the students towards fish became more negative after the intervention but did not however decrease their fish consumption. Those who did not like fish before the intervention liked it better after the intervention. Systematic education on the wholesomeness of fish and increased variety of fish dishes are essential to encourage increased fish consumption among young people.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fróðir fiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hannes Magnússon, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fróðir fiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Markmið AVS Fróðir fiskneytendur er að útbúa leiðbeiningar fyrir neytendur með almennum upplýsingum um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks. Tilgangurinn er að bæta þekkingu almennings á fiski, sem vonandi mun stuðla að aukinni neyslu og auknu verðmæti sjávarfangs. Skýrsla þessi greinir frá gerð leiðbeininganna og niðurstöðum námskeiðs sem haldið var fyrir neytendur um hvernig meta megi ferskleika fisks og kynningu á efni leiðbeininganna. Námskeiðið var tvískipt. Í fyrri hlutanum fengu átta neytendur stuttan fyrirlestur um gæðaeinkenni þorsks og hvernig þau breytast við geymslu. Þeir fengu þjálfun í að meta ferskleika hrárra og soðinna þorskflaka af mismunandi ferskleika samkvæmt einkunnaskölum. Í seinni hluta námskeiðsins voru (sömu) neytendurnir beðnir um að gefa hráum og soðnum flökum einkunn samkvæmt eigin smekk og einnig meta ferskleika. Ennfremur voru þeir beðnir um ábendingar varðandi leiðbeiningarnar, einkunnaskalana og hvort efni námskeiðsins væri gagnlegt. Niðurstöður námskeiðsins bentu til þess að leiðbeiningar af þessu tagi eigi fyllilega erindi við neytendur. Mat þátttakenda námskeiðsins á hráum og soðnum fiskflökum samkvæmt einkunnaskölum sýndi að þeir voru fljótir að tileinka sér aðferðirnar og þær lýsingar sem gefnar voru á misfersku hráefni. Að námskeiði loknu voru viðkomandi þátttakendur öruggari í gæðamati á fiski, töldu að þeir myndu njóta fiskmáltíða betur en áður og komi til með að kaupa fisk oftar en áður. Skynsamlegt væri að fylgja verkefninu eftir með stærri hópi neytenda, bæði til að fá áreiðanlegra mat á gagnsemi slíkra leiðbeininga, sem og að fylgjast með áhrifum upplýsinga af þessum toga til lengri tíma. Í viðaukum skýrslunnar má sjá leiðbeingarnar og stytta einkunnaskala sem ætlaðir eru neytendum til að meta ferskleika fisks.

The aim of the project Fróðir fiskneytendur (English: Informed fish consumers) is to write guidelines about seafood with general information for consumers about quality attributes and fish handling. The purpose is to increase knowledge about fish in general, which will hopefully result in increased fish consumption and increased value of seafood. This report describes the conception and writing of the guidelines and the results from a workshop about evaluation of fish freshness and fish handling, held for consumers. Eight consumers received a lecture about fish handling and sensory quality of cod. They were trained to evaluate the freshness of raw- and cooked cod fillets of different storage time, using short sensory grading schemes. The consumers were also asked to grade the fillets according to their liking. In addition, the participants were asked for comments on the guidelines and the grading schemes and to evaluate if the topic in the workshop was useful. The results indicated that the guidelines and sensory grading schemes for freshness evaluation were useful for consumers. After the workshop, the consumers felt more confident about evaluating fish, thought they would enjoy fish meals more than before and would buy fish more often.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Upplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum

Útgefið:

01/10/2007

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Upplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum

Verkefnið “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða” hefur m.a. að markmiði að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Spurningalistar um ýmis atriði varðandi fiskneyslu og kauphegðun ungs fólks voru lagðir fyrir 14 fisksala og fimm veitingamenn á höfuðborgarsvæðinu í lok ársins 2005. Í þessari skýrslu eru teknar saman upplýsingar er byggja á upplýsingum þessara aðila og skoðunum þeirra á fiskneyslu ungs fólks. Sumir fisksalanna lýstu áhyggjum sínum varðandi útboðslýsingar fyrir leik- og grunnskólana í Reykjavík, sem kom síðar í ljós að voru ekki nægjanlega góðar og skýrar, en afar mikilvægt er að hafa skilmerkilegar skilgreiningar á því hvað ferskt hráefni sé. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að sumir fisksalar sögðust vita af dæmum þar sem foreldrar eru hættir að elda fisk heima þar sem börn þeirra fái hann í skólanum. Spurningar sem þá hljóta að vakna eru: Hvernig fiskur er í skólum? Borða krakkarnir fiskinn í skólanum? Misjafnt virðist vera hvað fólki finnst fiskurinn dýr. Meirihluta fólks finnst hann of dýr og eru dæmi um að það beri verð á fiski saman við aðrar matvörur. Þeir fisksalar sem eru með “sælkerafiskbúðir”, þ.e. eru nánast eingöngu með tilbúna fiskrétti, segjast þó ekki finna fyrir því að fólk kvarti undan verðinu. Fólkið sem kemur til þeirra veit að hverju það gengur og er tilbúið að borga fyrir það. Úr svörunum frá veitingahúsunum er ljóst að sala á fiskréttum hefur aukist með árunum. Flestir fisksalar og veitingahúsaeigendur eru sammála um að öll auglýsing á fiski og sjávarréttum sé af hinu góða.

There is a consensus that fish and other seafood contain nutrients that have a positive effect on public health and consumption should thus be promoted. The overall objective of the project Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood is to find ways to increase seafood consumption. This report discusses a particular survey, which was carried out in the project with the aim of gaining information about the purchasing and consumption behaviour, as well as preferences especially of young consumers, with regard to seafood. Fishmongers, restaurateurs and caterers and others who have the occupation of dealing in fish and seafood, are among those believed to possess valuable information about consumer behaviour in this respect. In order to tap into this data, a questionnaire was devised and 14 fishmongers, chosen by random selection, were visited and interviewed. The same questionnaire was also used to gain information from randomly selected restaurants that offer seafood, as well as managers at preschool- and compulsory school canteens. The many issues brought up by the questionnaire included purchasing behaviour, quality, preferences, pricing etc. Some fishmongers voiced complaints about how Reykjavik City Treasury handled tendering procedures, especially the manner in which tender specification with regard to seafood for preschool- and compulsory school canteens has been carried out. The fishmongers claimed that the tender specifications regarding quality, freshness etc. were incomplete. Following these complaints, an informal investigation into the matter revealed that the criticism had some valid grounds.

Skoða skýrslu
IS